Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 6

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 6
HENRY MORTON STANLEY var framgjarn blaðamaður og fyrsta flokks landkönnuður í Afríku. Sumir líkja honum líka við villidýr og segja, að hann hafi verið grimmari en jafnvel blóðþyrstustu stríðsmenn afrísku ættbáikanna. H:nu stranga uppeldi Stanleys skyldi eng- inn gleyma, sem dæmir manngildi eins athyglisverðasta og þróttmesta ævintýra- manns allra tíma. Nokkur þúsund hermenn vopnaðir spjótum birtust á ströndinni, grunlausir um, aS Stanley og menn hans bjuggu sig undir ai skjóta þá niður. „Villimaðurinn virðir aðeins mátt, vald, kjark og einbeitni," skrifaði Henry Morton Stanley, einn fremsti hvíti landkönnuðurinn í Afríku. Hann var að tala um dag nokk- urn á Viktoríuvatni, þegar hann ákvað að refsa ,,erfiðum“ innfædd- um mönnum, sem höfðu vogað sér að ráðast á hann í fyrri leiðangri. Nú fór hann fyrir fjölda kanóa í 40 feta stálbátnum sínum, Lady Alice, sem var byggður í átta hlut- um, þannig að hægt var að bera hann á landi. Þeir stefndu til Bum- bire eyjar, þar sem óvinir hans voru alls óvitandi um komu hans. Rétt í þann mund sem þeir nálg- uðust eyjuna, bættust í flotann stríðskanóar, sem vinveittur höfð- ingi sendi. Þá birtust nokkur þús- und Bumbire-hermenn vonaðir spjótum á ströndinni og grunaði síst að þeir ættu í vændum miskunnar- tausa eldhríð frá Stanley og mönn- um hans, jafnt þeim hvítu sem þeim svörtu. Þeir, sem lifðu af fyrsta kúlna- regnið, flýðu reynslunni ríkari. Og Stanley sigldi áfram, sæll í þeirri

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.