Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 28
partar; þær eru eins konar þrívíð tákn mannsins,
sem í raun og veru er fjórvíður og óbreytanlegur."
„En,“ sagði læknirinn og góndi fast í glæðurnar
á arninum, „ef tíminn er í raun og veru fjórða vídd
rúmsins, hvers vegna er þá og hefur ávallt verið
litið á hann eins og hann væri af allt öðru sauða-
húsi? Og hvers vegna getum við þá ekki hreyft okk-
ur að vild í tímanum eins og hinum víddum rúms-
ins?“
Tímaferðalangurinn kímdi. „Eruð þér nú alveg
viss um, að við getum hreyft okkur eftir vild í rúm-
inu? Við getum farið til hægri og vinstri, áfram og
aftur á bak, og höfum ávallt gert það. Ég fellst á
það, að við getum hreyft okkur eftir vild í tveimur
víddunum. En upp og niður? Þar leggur þyngdar-
lögmálið höft á okkur."
„Ekki algjörlega," sagði læknirinn, „loftbelgirnir
hjálpa þar til.“
„En áður en loftbelgirnir komu til sögunnar var
hreyfing í lóðrétta átt ekki á valdi okkar, nema
örsmá stökk og þess háttar."
„Jæja, dálítið gátu menn þó hreyft sig upp og
niður.“
„Einkum niður."
„En í tímanum getum við ekkert hreyft okkur.
Við verðum að lafa í nútímanum, nauðugir viljugir."
„Nei, góði minn, þetta er einmitt ekki rétt. í
þessu efni vaða allir í villu og svíma. Við erum sí og
æ að reika burt frá nútímanum. í andanum, sem
er óháður öllum víddum rúmsins, reikum við eftir
tímavíddinni með jöfnum hraða frá vöggu til grafar.
Það er á sinn hátt eins og það, ef við fæddumst 50
mílur uppi í loftinu, þá mundum við hreyfast beint
niður.“
„En vandræðin eru þessi," greip sálfræðingurinn
fram í, „að við getum hreyft okkur í allar áttir í
rúminu, en ekki nema þessa sömu sí og æ í tímanum.“
„Hér förum við að komast í nándina við þessa
miklu uppgötvun mína. En þetta er rangt, að við
getum ekki ráðið hreyfingum okkar í tímanum. Ef
ég t. d. rifja upp fyrir mér liðinn atburð, þá fer ég
aftur á bak í tímanum þangað, sem þessi atburður
fór fram. Þá kalla menn að ég sé annars hugar. Ég
svo að segja hendist aftur á bak dálitla stund. Það
er hverju orði sannara, að við getum ekki staðið þar
við lengi. En þeir, sem ekki hafa neina hjálp við
höndina, geta ekki heldur staðið við uppi í loftinu.
Nú geta menn það. Þeir geta látið loftbelg sigra
þyngdina, og hví skyldi það ekki vera mögulegt að
láta vél hjálpa sér til þess að stöðva eða flýta rás
okkar í tímanum eða jafnvel snúa henni við, svo
að við færum okkur aftur á bak í stað þess að fara
áfram?"
„En þetta," sagði Filby, „er allt saman.. .“
„Nú, hví ekki?“ sagði tímaferðalangunnn.
„Það er á móti allri hugsun,“ sagði Filby.
„Hvaða hugsun?"
„Ég styðst við tilraunir,“ sagði tímaferðalangur-
inn.
„Það væri laglegur fengur fyrir sagnfræðingana,"
sagði sálfræðingurinn. „Það væri t. d. hægt að bregða
sér og horfa sjálfur á orustuna við Hastings."
„Ég er hræddur um að það yrði upplit á ein-
hverjum," sagði læknirinn. „Forfeðrum okkar var
ekki vel við tímavillinga."
„Það væri ekki amalegt að læra grísku af þeim
sjálfum, Hómer og Plató,“ skaut ungi maðurinn
inn í.
„Þú kæmist nú ekki langt með þá grískukunnáttu.
Veistu ekki hvað Þjóðverjar eru búnir að endurbæta
grískuna á seinni árum?“
„Eða þá að fara inn í ókomna tímann," sagði
ungi maðurinn. „Hugsið ykkur annað eins! Maður
þyrfti ekki annað en leggja dálitla peningaupphæð
á vöxtu og þeysa svo áfram þangað, sem peningarnir
væru orðnir að feikna fúlgu!“
„En ef þú kæmist þá að raun um,“ skaut ég inn í,
„að þjóðfélagið væri orðið í ströngum sameignar-
anda, svo að enginn mætti eiga neitt sérstaklega?"
„Nú er farið að ganga alveg fram af mér,“ sagði
sálfræðingurinn.
„Já, það er von, og því þorði ég ekki að segja
neinum frá þessu fyrr en ..
„Þú værir búinn að sanna þetta með tilraunum,"
26