Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 11

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 11
Bjartur kóngsson svaraSi ekki bróður sínum, hann var að brjóta heilann um nýja dýrmaeta skrúða, sem hann ætlaði að fá sér, og gætti einskis annars. Hann gekk fram og aftur um gólfið, án þess að taka eftir hirðkettinum, sem sat þar á rauðri sessu og var að þvo sér. Allt i einu hnaut kóngssonurinn um köttinn og var nærri því dottinn. Hann varð svo reiður, að hann sparkaði í veslings köttinn, sem ekkert illt hafði gert honum, og kallaði á eftir honum skammaryrði. ,,Þú ættir að skammast þín,“ sagði bróðir hans. „Kötturinn hefur ekkert gert þér. Þú gast litið niður fyrir lappirnar á þér!“ Bjartur kóngsson tók ekkert tillit til orða bróður síns, heldur danglaði í hann, svo þegar Blíður laut niður til að taka aumingja köttinn upp, datt hann og meiddi sig í hnénu. Vondi kóngssonurinn flýtti sér nú burtu og skipaði öllum í vinnu til að undir- búa komu keisaradótturinnar. A hinum ákveðna tima kom gullkerra, dregin af sex hvítum hestum, og út úr henni steig keisaradóttirin í sínu fegursta skarti. Bjartur kóngsson kom og heilsaði henni, hann var svo skrautlega klæddur, fríður, kurteis og ástúðlegur, að keisaradótturinni datt ekki annað í hug en hann væri kóngssonur að hennar skapi. En þegar hann var að leiða hana inn i danssalinn, kom svarta kisa hlaupandi og smaug rétt við fætur hans, svo að honum skrikaði fótur og hann datt. Um leið varð hann hamslaus af bræði, því hann hafði meitt sig á hnénu, svo að hann gat ekkert dansað, rifið silkikyrtilinn sinn á bakinu og fengið stóra kúlu á ennið. Keisaradóttirin stakk fingrunum í eyrun, þegar hann fór að ausa úr sér skömmunum, annað eins orðbragð hafði hún aldrei heyrt. Og nú fannst henni fríði kóngssonurinn svo Ijótur og ógeðfelldur, að hún gat ekki hugsað sér að sjá hann framar. Kóngssonurinn var nú fluttur burtu, og keisaradóttirin spurði: i.En á ekki kóngurinn annan son, sem gæti dansað við mig? Mig minnir ég hafi heyrt, að hann ætti tvo syni.“ i.Jú, keisaradóttir," svaraði kóngurinn, ,,en hinn sonur minn .. .,Ó, þarna er kisa! Mér þykir svo ákaflega gaman að kötturn,1' hrópaði keisaradóttirin og hljóp á eftir svarta kettinum. Hann vísaði henni leið upp á háaloft. Þar sat ungur maður í fátæklegu herbergi, sem var næstum aldimmt. Hann stökk á fætur og hneigði sig djúpt, þegar keisaradóttirin fagra kom inn. „Ég er að leita að yngri kóngssyninum, og ég held, að kötturinn hafi vísað mér rétta leið." „Ég er ekki þess verður að dansa við keisaradóttur," sagði kóngsson, „bróðir minn er miklu friðari...“ „Ég er nú samt á annarri skoðun," svaraði hún. ,,Sá, sem gerir það, sem fallegt er, er sjálfur fallegur! Komdu nú með mér niður og dansaðu við mig.“ Kóngssonurinn varð nú að láta að vilja hennar, og þau leiddust niður í veislusalinn. Þegar þangað kom, störðu allir undrandi á þau, því kóngssonurinn var orðinn svo fríður og karlmannlegur, að hreinasta unun var að sjá. „Guðmóðir mín, sem var gyðja, lagði svo á, að svartur köttur skyldi vísa mér leiðina til hamingjunnar," sagði keisaradóttirin. ,,Og nú er ég búin að finna þann, sem ég ætla að giftast, ef hann vill mig þá.“ Kóngssonurinn vildi hana, og svo var brúðkaupið haldið með mikilli viðhöfn. En vondi kóngssonurinn lá í rúminu í fýlu yfir því, að hann skyldi hafa verið svo heimskur að sparka í svarta köttinn. Þessar ungu skosku stúlkur óska eftir bréfaskiptum við íslenska unglinga: Elizabeth Smart, 45 Montrose Road, Arbroath, Angus, Scotland. Diane Duncan, 53 Rossie Street, Ar- broath, Angus, Scotland. Laura Taylor, 12 Abbot Street, Ar- broath, Angus, Scotland. G. A., Húsavik: Þú færð notuð frí- merki keypt t. d. í Frímerkjamiðstöð- inni, Skólavörðustíg, Rvík, eða Frí- merkjahúsinu, Lækjargötu, Rvík. J. E.: Þú þarft að vera vel hraust líkamlega til þess að komast í slíka hjálparsveit. Víðast úti um land eru til slysavarnasveitir, sem geta sagt þér nánar til um þetta. Þú ættir Iíka að ráð- færa þig við pabba þinn og mömmu og vita, hvað þau hafa að segja um þetta mál. S. H. í Vatnsdal: Skrifaðu til íþrótta- blaðsins, Laugavegi 178, Rvík. Andrés Önd-blöðin fást t. d. hjá Bókaverslun Æskunnar, en óvíst, hvort áskrift fæst. A. S., Fljótshlíð: Flugfreyjur þurfa að geta talað eitt Norðurlandamál og ensku a. m. k. Þú getur fengið bréfavin í Færeyjum með því að senda nafn þitt og heimilisfang til blaðsins Dimmalætt- ing, Þórshöfn, Færeyjum. Stína: Ef einhver lesandi Æskunnar kann textann við lagið „Og þó“, sem hljómsveit Ingimars Eydals hefur flutt, væri gott ef sá hinn sami vildi senda blaðinu hann. Lesendur hafa beðið um þennan texta, en við hér ekki kunnað hann.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.