Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 15
Tekið var á móti ferðalöngunum tveim höndum á heimiii Jans
Greve og konu hans. Dæturnar tvær á heimiiinu, níu og tólf ára,
gerðu sér far um að sýna íslensku stúlkunum mikla gestrisni.
Þarna var staldrað við dálitla stund, drukkið kók og kaffi, en
síðan var haldið áleiðis til útiskemmtistaðar, sem árlega er settur
app á vissum stað í borginni í sambandi við vörusýningu.
FERÐATfVOLÍ
Það fór ekki milli mála, þegar þau nálguðust staðinn, hvað um
var að vera. Leiftrandi og blikkandi marglit Ijós parísarhjólsins
09 alls kyns tryllitækja rufu rökkrið, og hávær tónlist og tal barst
víða vegu. Þegar inn var komið, var þar margmenni. Þarna ægði
saman alls konar fólki, og ekki má gleyma hundunum, sem voru
af ýmsum stærðum og tegundum. Sumir örsmáir, sem eigandinn
varð heizt að bera á handleggnum allan tímann og hefði getað
stungið í vasann, og hins vegar stórir fjárhundar líkastir úlfum.
Það sem fyrst vakti athygli þeirra Gíslnýjar og Viiborgar voru
rafmagnsbílarnir. Þá urðu þær að fá að reyna. Dætur Jans Ijós-
myndara voru hins vegar ekkert á því að fara í bílana, enda voru
þær nýlega búnar að vera í Kaupmannahöfn og reyna ýmis ævin-
lýri í Tivolí. Vilborg og Gíslný höfðu ekki áður komist á slíkan
skemmtistað, og er nú skemmst af því að segja, að þarna upp-
hófst hln besta skemmtun fyrir þær íslensku stúlkurnar. Þær fóru
fyrst tvisvar í rafmagnsbílana. Ekki ætlaði nú ökuferðin að byrja
skemmtilega, því bíllinn vildi ekki fara af stað. Vaktmaður á
staðnum kom og útskýrði fyrir þeim að stiga þyrfti á fótstig i
Qólfinu til þess að bíllinn hreyfðist. Eftir það gekk allt bærilega.
Næst var farið í draugahúsið. Þær settust upp í vagn, og síðan
var ekið til undirheima, þar sem alls kyns draugar og forynjur
birtust. Sumar gáfu frá sér hljóð og úr augum annarra sindraði.
Stúlkurnar komu út skelkaðar en ákaflega glaðar. Og þá var eftir
að reyna alls kyns þeytihjól og áttfætlinga. Þær fóru síðan í hvert
skemmtitækið af öðru, sem snarsnerust og fóru upp og niður,
°9 það lá við, að sjóveiki gerði vart við sig. Þær sluppu hins
vegar vel, og eftir að hafa fengið sykurfloss og pylsur var haldið
af stað heim á gistihúsið eftir vel heppnaðan dag. Þær kvöddu
Þar hinar norsku vinkonur sínar með virktum og þökkuðu þeim
fyrir skemmtunina. Nú var um að gera að sofa vel og hvíla sig,
Því að morgni var áætlað að fara í versiunarferð.
SPORVAGNAR OG DÓSIR MEÐ NIÐURSOÐNU LOFTI
Á tilsettum tíma, nákvæmlega kl. 9 kom Siri Horn á hótelið
°g sótti ferðalangana. Nú var gengið inn í borgina, að næstu
götu, en þar beðið eftir sporvagni. Sporvagnar eru ekki á hverju
strái. Sumar borgir hafa lagt þá niður og aðrar aldrei tekið þá upp.
Þeirra á meðal er Reykjavík og aðrir íslenskir bæir. En nú biðu
stúlkurnar sem sagt þarna eftir sporvagni, sem brátt birtist.
Gíslný sagðist helst vilja fara í einn stóran, og henni varð að
ósk sinni því sporvagninn var einmitt af réttri stærð og gerð,
sagði hún. Ökuferðin sjálf tók ekki langan tíma, en það var
gaman eigi að síður. Þær fóru úr við Stórþingið og gengu síðan
niður Karls Jóhanns götu, gegnum Stúdentalundinn að þjóðleik-
húsi Norðmanna. Þar var stansað örlitia stund, en Siri sagði þeim
sitthvað um borgina, og síðan var haldið niður á Fridtjofs Nansens
Plass. Enn vantaði Vilborgu filmur og á leiðinni niður Háskólagötu
komu þau að verslun, sem seidi slíka hluti. [ körfu fyrir utan gat
MeS gjafir í Osló.
að líta sjaldgæfa hluti: Dósir með niðursoðnu lofti, eða svo stóð
á pakkningunni. Þarna var hægt að fá keypt fjallaloft, Oslóarloft
og sitthvað fleira! Slíkt grín höfðu stúlkurnar aldrei áður vitað
og hlógu dátt að öllu saman. Siðan hófst verslunarferðin. Þær
gengu um borgina en urðu víða fyrir töfum vegna þess að Oslóar-
búar standa í stórframkvæmdum: Þeir eru sem sagt að byggja
neðanjarðarbraut. Þessar byggingaframkvæmdir eru töluverðum
erfiðleikum bundnar í Osló vegna þess að jarðvegur er slæmur til
slíks. Leir og grjót, grjót og leir, segja verkfræðingarnir, eins
langt niður og vitað verður. Margar götur voru lokaðar og sumar
aðeins göngubrautir. Og víða blöstu við gjár, mjög djúpar. Það
var Siri, sem hafði forystuna eins og oft áður, og fyrst fóru þær
í verslun, sem heitir í lauslegri þýðingu „Gamla hesthúsið", enda
var þar allt gamallegt inni, en mikið af vörum. Stúlkurnar ætluðu
báðar að kaupa gjafir handa systkinum sínum og foreldrum, og
nú upphófst mikil verslun. Það var erfitt að átta sig á, hvað hverj-
um og einum mundi henta, en um síðir komu þær sér niður á
ýmsa eigulega hluti.
Eftir að hafa verslað þarna gengu þau að stórri verslun, sem
heitir Sten og Ström. Þetta er með stærri verslunum í Osló og
skipt í margar deildir á mörgum hæðum. Eftir tvær klukkustundir
var verslun lokið og fé á þrotum. Stúlkurnar voru mjög ánægðar
er aftur var haldið til hótelsins með fenginn.
Nú var aðeins eftir að pakka niður, og það kom í Ijós, að tösk-
urnar tóku alls ekki það sem keypt hafði verið. Á þessu var snar-
lega ráðin bót með því að útvega umbúðapappír og snæri, og
síðan voru vörurnar bundnar í pakka. Klukkan tvö kom Jan Ijós-
myndari og sótti hópinn, en nú kvöddu þau Siri Horn og færðu
henni blóm að skilnaði. Hún átti blómvöndinn svo sannarlega
13