Æskan - 01.01.1975, Side 17
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Á steinöld gengu hálftamin svln þús-
undum saman í skógum MiS-Evrópu,
átu akörn og beykihnetur og rótuðu i
jörðinni í sveppa- og ormaieit. Nutu þau
líka góðs af matarleifum þá eins og nú.
Þessi fyrri alda svfn Kktust mjög villi-
svínunum, sem þau voru komin af, voru
háfætt og létt, fljót á hlaupum sem hest-
ar og svo illvig, að þau ráku jafnvel
úlfa á flótta. Afar harðgerð voru þau og
nægjusöm og þoldu kulda og annað
harðrétti betur en nautgripir, fé og geit-
ur — og voru þó frjósöm. Margir höfðu
átrúnað á svínum. Reiðskjóti Freys var
göltur með iýsandi hárum, svo hann
reið jafnan í björtu nótt sem dag. Kapp-
arnir í Valhöll átu á hverju kvöldi flesk
nýslátraðs galtarins Sæhrímnis, en hann
stóð jafnan upp heill að morgni. Ekki
Væri ónýtt að eiga slíkan gölt!
Á hinni heiðnu vetrarsóihvarfahátíð
átu menn flesk, og með kristninni kom
jóiagrísinn til sögunnar. Honum var slátr-
að rétt fyrir jólin. „Sparigrisinn" kannast
líka margir við. Allt fram á 16. öld gengu
svín laus víða í bórgum, t. a. m. í Kaup-
mannahöfn.
Svínum fjölgar ört. Meðgöngutíminn
er tiepir 4 mánuðir og grísirnir margir.
Svínið breytir meira af fóðrinu í kjöt en
kýr og kindur gera. „Þú ert svin,“ er
sagt um sóðalegt fólk. En að eðlisfari
eru svín hreinleg dýr. Það er bara víða
illa að þeim búið. Á stórum svínabúum
erlendis eru svínin alltaf höfð inni. Gylt-
urnar liggja á afturhallandi básum, en
grísirnir leika sér í tárhreinum upphit-
uðum búrum, vel loftræstum. Fóðrið er
nákvæmiega mælt og vegið og séð um,
að í því séu öll nauðsynleg næringarefni
og fjörefni í réttum hiutföllum. Það er
blanda af sojabaunum, síldarmjöli,
mjólkurdufti, hestabaunum, byggi, hveiti
og fjörefnum. Fáar manneskjur eta jafn-
hollan mat. Það er hugsað miklu betur
fyrir svínafóðri en mannamat. Það er
líka loftbetra á slíkum svínum en á
venjulegu skrifstofufólki! Allt er vélrænt
Villisvín, alisvín,
lækningasvín
á svínastórbúum. Vakað er yfir heilsu-
fari svínanna og byrjað er á nýrri að-
ferð til að framleiða algerlega heilbrigð
svín. Grisirnir eru teknir úr gyltunum
með keisaraskurði og aldir í sótthreins-
uðum búrum 3 saman i hálfan mánuð,
áður en þeim er hleypt inn ( stiuna til
móður sinnar. Þannig sieppa þeir við
ýmsa smitandi sjúkdóma — og fjölgar
síðan á venjulegan hátt eða eru sæddir
eins og kýr.
Nú telja læknavísindin svínið Ifkjast
manninum furðu mikið að líkamsbygg-
ingu og vera álitlegri til ýmissa sjúk-
dómstilrauna og að sumu leyti betra en
tilraunamýs eða rottur. Hjarta, blóðrás,
melting og tennur líkjast vorum miklu
meir og stærðin sömuleiðis. Svín þjást
líka af ýmsum sömu sjúkdómum og
menn, t. a. m. inflúensu, tæringu, maga-
sári, blóðsjúkdómum, ofnæmi o. s. frv.
Venjulegt alisvín er of stórt og fóður-
frekt til mikilla tilrauna. En með úrvali
og kynbótum hafði þegar árið 1966 tek-
ist að framleiða nýjan svínastofn, þar
sem 5 mánaða grísir vega aðeins 18 kg
og fuilvaxið svín um 80 kg, þ. e. ámóta
og maður. Á þessum dvergsvínum er
unnt að reyna ýmislegt, t. a. m. gervi-
hjörtu og nýru, áhrif æðakölkunar, geisl-
unar, ellikvilla o. fl. o. fl.
Svín eru talin með greindari húsdýr-
um. Gömul gylta var lokuð inni í raf-
magnsgirðingu, en hana langaði mjög
til að komast í kartöflugarð rétt hjá. Hún
vissi, að ef hún mjakaði sér undir þráð-
inn, fengi hún í sig óþægilegan straum.
Hún gekk lengi fram og aftur, en tók
loks ákvörðun: gekk aftur á bak, rumdi
hátt og þaut svo í gegnum girðinguna!
Til hvers benda örnefnin Galtafell,
Grísaból, Svínafell, Purkey o. fl. af sama
tagi?
Ný tíðindi úr svínaheiminum: I Kanada
voru tekin með keisaraskurði frjóvguð
egg úr gyltu og látin í aðra gyltu á Eng-
landi. Og þegar tími hennar kom, eign-
aðist hún 3 grisi.
— ÞaS er naumast, aS ykkur hefur
farið fram í enskunni!
Aflgjafi.
Frændi: — Jæja, Gunna litla. HvaSa
brútfu viltu nú helst eiga?
Gunna: — Tvíbura!
15