Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 37
Móðir þeirra varð nú ákaflega reið,
og hún ásakaði Gau fyrir að hafa myrt
bróður sinn. Sannleikurinn var sá, að
menn Talklands höfðu drepið hann, en
Gau gat ekki sannað það. Honum féll
mjög þungt að liggja undir ásökunum
móður sinnar, svo að hann kallaði fyrir
sig alla spekinga sina og bað þá að
finna einhver ráð til þess að sannfaera
móður sína um sakleysi sitt.
Vitringarnir sátu á ráðstefnu heila nótt
og að þvi loknu gáfu þeir konungi það
ráð, að hann skyldi láta gera eftirmynd
af vígvelli, þar sem tveir herir áttust
við. Völlurinn skyldi afmarkaður í reiti
og reitirnir skyldu sýna, hvað hinar
ýmsu herdeildir vaeru fljótar í ferðum.
Svo skyldi tálga smámyndir af konung-
unum, ráðgjöfum þeirra, liðsforingjum
og öðrum hermönnum og fylkja þeim á
þessu borði. Að því búnu skyldi orust-
an hefjast. Sumar herdeildirnar saektu
hraðar fram en aðrar, og að lokum kæmi
að því að annarhvor konungurinn væri
umkringdur og í þeirri herkví biði hann
svo bana af „þreytu og þorsta“.
Þegar taflið hafði verið smíðáð, sýndi
Gau það móður sinni, og hún fékk svo
nnikinn áhuga fyrir því, að hún neytti
hvorki svefns né matar, og seinast dó
hún yfir taflinu.
Önnur indversk saga um uppruna
taflsins er sú, að það tákni sigur hins
frjálsa vilja yfir forlagatrúnni. Frá
ómunatið höfðu Indverjar iðkað tafl, sem
Þeir nefndu ,,nard“. Það var leikið þann-
ig, að menn köstuðu teningum og eftir
Þeirri tölu, sem upp kom, máttu þeir
leika á borðinu. Hér réði hendingin eða
forlögin. En svo var það, að vitur
Brahmaprestur kom til konungsins og
sagði honum, að andinn i þessu tafli
væri gagnstæður trúarkenningunum.
Konungur féllst á þetta og bað hann að
finna upp nýtt tafl, þar sem vilji og gáf-
ur manns gætu notið sín, tafl, sem
kenndi mönnum hugrekki, varfærni,
metnað og ráðsnilli.
Og svo fann Brahmapresturinn upp
skáktaflið, sem einmitt þroskar þessa
eiginleika mannsins. Góður skákmaður
verður að vera ráðsnjall, varkár og
treysta sjálfum sér. Sá, sem hugsar um
það eitt að drepa alla þá menn, er hann
kemst í færi við, í staðinn fyrir að gera
varnir konungsins sem traustastar, mun
áreiðaniega tapa. Hér sannast hið forn-
kveðna, að kapp er best með forsjá.
Upphaflega var leikni í tafli sú, að
sýna sem mesta herkænsku. Segir því
þriðja sagan um uppruna þess, að
það hafi verið fundið upp af konungi,
sem vildi leggja niður fyrir sér, hvernig
ISKAt^
best væri að beita hinum einstöku her-
sveitum á vígvelli.
Fjórða sagan segir, að konungur
nokkur hafi fundið það upp til þess að
sýna þegnum sínum, hvernig þeir gætu
jafnað allar deilur sinar á friðsaman
hátt. Þannig herma sögur, að skáktafl-
ið hafi verið fundið upp bæði til þess
að læra af því herkænsku og að láta
mannvitið skera úr í deiium.
Á 10. öld barst skáktaflið frá Arabiu
til Spánar og Ítalíu og þaðan til Vestur-
Evrópu. Varð það snemma vel metin
dægradvöl meðal heldra fólks. Þá var
taflið enn mjög likt því, sem það hafði
verið I Indiandi, nema hvað flestum
taflmönnunum voru nú gefin ný nöfn.
Eina undantekningin var nafnið á hrókn-
um, en á indversku hafði hann heitið
„rukh".
Á Englandi urðu fílarnir að biskup-
um, hestarnir að riddurum og ráðgjaf-
inn að drottningu. Það hefði Indverjum
aldrei dottið í hug, því að konur voru
ekki f miklum metum þar ( landi um þær
mundir. Sýndi þetta því ólíkan hugsun-
arhátt vestrænna þjóða. Og seinna varð
drottningin „best á borði", en það var
ekki fyrr en á 15. öld. Fram til þess tima
höfðu hrókarnir verið sterkustu menn-
irnir.
Upprunalega voru skákmennirnir smá-
líkneski í mannsmynd, konungur og
drottning með kórónu, biskup með mít-
ur o. s. frv. En þegar skáktaflið breidd-
ist út og eftirspurn varð mikil, var farið
að renna skákmennina, og síðan hafa
ekki verið andlit á þeim. Eina undan-
tekningin frá þessu er riddarinn, sem
hefur hestshaus.
Viðgangur skáktaflsins hefst að marki
á 16. öld. Áður höfðu þó ýmsir leiknir
skákmenn komið fram með leiðbeining-
ar um heppilegustu byrjunarleiki. En nú
kom Spánverjinn Ruy Lopez de Segura
og ritaði skákreglur og leiðbeiningar um
byrjunarleiki. Þetta var árið 1561, og
varð þetta grundvaliarrit, sem seinni
tíma menn byggðu á. Margt hefur breyst
síðan og nýjar reglur komið til sögunn-
ar. Og nú er gefinn út í heiminum slík-
ur aragrúi af alis konar skákritum, að
ekki verður tölu á komið.
mBLADID ÆSE&N
35