Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 33

Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 33
Bóndinn, sem á þetta hænsna- hús, heyrði mikinn hávaða og fjaðrafok þaðan, en þegar hann kom á vettvang, sá hann að húsið stóð opið, en refur á flótta var að hverfa inn í skóginn. — Getið þið hjálpað bóndanum að finna það af hænsnunum, sem hefur falið sig í nágrenninu? hér væri um gull að ræða. Eitt af þessum málmstykkjum tók Tarzan með sér, því að hann hafði séð enn aðrar dyr og nú með slagbröndum innan á. Þær gátu því ef til vill legið til útgöngu úr þessari furðulegu byggingu. Er hann hélt áfram, lá leiðin þráðbeint áfram langa hríð. Honum fannst hann hlyti að vera kominn út fyrir musterismúrana eftir vegalengdinni að dæma. Hann fór eins hratt yfir og hann vogaði, uns hann kom að þrepum, sem lágu upp á við. Neðst við þrepin var gengið á stein- steypu, en þegar hann gekk upp stigann, fundu berir fætur hans brátt, að hann gekk á granítsteini. Þrepin lágu í bugðum upp á við, þar til allt í einu að við tók þröng gjá. uppi yfir apamanninum sá í heiðan himininn og fram- undan lá gata skáhallt upp á við. Tarzan skundaði þar upp eftir, og skyndilega stóð hann uppi á stórum granít- hletti. Nokkuð í burtu sá hann rústir Óparborgar. Turnar °g kúplar hennar glóðu í tunglsljósinu. Tarzan leit á málmstykkið, sem hann hélt ennþá á í hendi sér. Hann skoðaði það um stund. Þvi næst leit hann aftur til borgar- rústanna. „Ópar,“ tautaði hann. „Borg skelfinga og dauða, en borg ótæmandi auðæfa.“ Málmurinn var skíra gull. Tarzan klifraði niður klöppina og hraðaði mjög för stnni í átt til fjallanna í fjarska, án þess að líta aftur til Ópar. Sólin var að koma upp, þegar hann komst að vestari fjöllunum. Nokkuð í burtu sá hann rjúka milli trjánna. >.Menn,“ sagði hann við sjálfan sig. „Þeir voru fimmtíu Óparmennirnir, sem fóru að leita mín. Skyldu það vera þeir?“ _ Tarzan fór upp í trén og nálgaðist síðan reyk- mn mjög hljóðlega. Allt í einu sá hann, hverjir þar voru, °g bros færðist yfir varir hans, því að þetta voru hans menn. Wazirimenn hans sátu þarna við elda sína. Hann kallaði til þeirra á máli þeirra: „Standið upp, börnin góð, og heilsið konungi ykkar!“ Þegar Wazirimenn höfðu fullvissað sig um, að þetta var í raun og veru Tarzan, urðu þeir mjög glaðir. „Við vorum bleyður,“ hrópaði Busuli. „Við hlupum á brott og skildum þig einan eftir, en þegar óttinn rann af okkur, ákváðum við að snúa aftur og frelsa þig eða að minnsta kosti hefna þín.“ „Hafið þið séð fimmtíu hræðilega ljóta menn koma frá borgarrústunum og halda inn í skóginn?" spurði Tarzan. „Já,“ svaraði Busuli. „Við sáum þá seint í gær. Þeir kjöguðu áfram á stuttum fótum og studdu handarbökum niður, eins og górilluapar gera. Já, þeir voru mjög ljótir.“ Framhald. 31

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.