Æskan - 01.01.1975, Side 13
ViS sjónvarpsturninn í Osló.
eins og er, að nýja stjórnarráSsbyggingin ber ekki svip virðu-
leika og festu sem sú gamla. En tímar eru breyttir og líka breyttur
byggingarstíll.
SÖFNIN f BYGDÖ
Þau óku fram hjá lögreglustöðinni og stóru markaðstorgi, sem
liggur þar fyrir neðan, en nú var komið hádegi og markaðurinn
að mestu um garð genginn. Þau óku út á Stórtorgið. Þar er
blómamarkaður og mjög fagurt um að litast í sólskininu. Á Stór-
torginu stendur bygging Kreditbankans, og húsið, sem er nýtt,
er skreytt lágmyndum. Fólk var léttklætt á götunum og varla sást
nokkur maður í jakkafötum. Allir á skyrtunni með uppbrettar
ermar og stúlkurnar í léttum sumarkjólum.
Þau óku áfram eftir Kóngsins götu. Þau skoðuðu Norska her-
málaráðuneytið gamla, sem liggur að baki Akurhússkastala. Þar
var margt að sjá, gömul vopn og fallbyssur. Ekki höfðu nú stúlk-
urnar mikinn áhuga á því vopnaskaki, en því meiri fyrir því, sem
var að sjá á götum borgarinnar og í búðargluggunum.
Þau óku niður að höfninni, fram hjá ráðhúsinu og sáu konungs-
skipið, þar sem það lá fyrir festum. Nú var ferðinni heitið út á
Bygdö.
Úti á Bygdö sáu Vilborg og Gísiný sumarhús konungsins og
hestana hans. Konungurinn dveiur að jafnaði í sumarbústað sin-
um sumariangt. Þau stönsuðu við víkingaskipahúsið og skoðuðu
fyrst Ásubergsskipið. Ásubergsskipið og það sem því fyigir er
ótvírætt það merkilegasta, sem fundist hefur á Norðurlöndum.
Það ber vott um mikinn hagieik og mikla þekkingu fornmanna á
skipasmíði. Stefni og skutur eru útskorin. Auk Ásubergsskipsins
skoðuðu þau Gaukstaðaskipið og ýmsa smábáta. Það var sama,
hvar á smíðina var litið, allt var þetta listilega af hendi leyst.
Gaukstaðaskipið er víkingaskip frá því um 900, en fannst árið
1880. Þarna var einnig flak af skipi, Túnskipinu svokallaða. Varla
er meira en botninn eftir af því, því að á undanförnum árum
hafa ýmsir ferðamenn, sem heimsótt hafa safnið, gengið á það
lagið að brjóta sér spýtu úr því og hafa með til minja. Nú er
þess vandlega gætt, að ferðamenn taki ekki minjagripi á þennan
hátt. Sennilega yrði lítið eftir af skipinu að nokkrum árum liðnum,
ef svo héldi fram sem horfði um tíma.
í Ásubergsskipinu var grafið heilmikið af gripum, sem sýndir
eru sérstaklega. Þarna er m. a. lystivagn frá söguöld, útskorinn
og mjög fallega gerður. Og þarna getur einnig að líta skóflur og
verkfæri og ýmsa búshluti, sem fundust í Ásubergsskipinu, en
það var grafið upp árið 1904. Þegar skipið fannst, voru í því í
sérstakri gröf jarðneskar leifar tveggja kvenna. Ása drottning,
sem grafin var með skipi sínu árið 850, hafði þannig ekki ein-
ungis búshluti með sér í gröfina, heldur einnig þernu sína. Inni
í víkingasafninu var frekar dimmt en úti var giampandi sólskin
og hiti. Þau skoðuðu þessu næst Kon-Tiki safnið vel og vandlega,
og þær Gíslný og Vilborg voru hrifnar af stóra hákarlinum, sem
var þarna undir flekanum. Vilborg trúði varla sínum eigin augum,
þegar hún sá fisk, sem gat flogið. Það var ekki um að villast, eyr-
uggarnir voru svo stórir, að þeir verkuðu sem vængir. Þau sáu
myndastyttu af hellisbúa frá Pólinesíu. Sá var heldur óárennilegur,
enda hausasafnari. Stúlkurnar ákváðu að lesa bók Thors Heyer-
dals um ferðina á þessum frumstæða fleka yfir Kyrrahafið. Kon-
Tiki er nafnið á sólguð Indíána í Perú, og eftir honum nefndi
Heyerdal flekann.
Eftir að hafa skoðað alls kyns myndastyttur frá Páskaeyju og
fleiri Kyrrahafssvæðum héldu þær út í sólskinið. Eftir hressingu
í söluturni var haldið áleiðis til Drammen. Margt bar fyrir augu
á þeirri ieið. M. a. sáu þau bónda, sem plægði kálgarð sinn upp
á gamla móðinn, með einum hesti fyrir plógnum, og Gíslný var
minnt á, að svona hefði þetta verið á Akranesi í gamla daga.
Sólin skein glatt, og skógurinn var fallegur á að líta og annar
gróður á leiðinni. Vegurinn til Drammen er nýr og greiðfær og
víða hefur hann verið sprengdur í gegnum klappir. Jan Ijósmynd-
ari var hinn mesti ökumaður, og ferðin tók ekki langan tíma. Þau
fóru gegnum bílagöng, þar sem vegurinn lá í gegnum fjall. Inni
í göngunum var dimmt, og fallegt var að sjá út hinum megin, þar
sem sólin skein svo glatt. Þau óku meðfram ökrum og engjum,
þar sem fólk var við vinnu, og landslagið var margbreytiiegt.
Siri og Jan sögðu þeim, að Drammensfjörðurinn gengi inn úr
Oslóarfirði. Þaðan væri hægt að sigla til Oslóar og ferðin tæki
ekki langan tíma.
11