Æskan - 01.01.1975, Side 26
1. KAFLI
INNGANGUR
Ég ætla að kalla hann tímaferðalanginn. Hann
var að útlista fyrir okkur herfilegt moldviðri. Augu
hans skutu gneistum af ákafanum, og hann, sem
venjulega var fölur, var kafrjóður og æstur. Eldur-
inn snarkaði fjörlega á arninum, og Ijósin voru
björt en mjúk, og geislarnir brotnuðu í vínglösunum
fyrir framan okkur, svo að smábólurnar í víninu
skinu eins og bjartir hnettir. Stólarnir voru upp
fundnir af honum sjálfum, og það var eins og þeir
liéldu okkur í mjúku fangi, í stað þess að lofa manni
með hálf illu að sitja á sér. Það var yfir öllu ein-
hver glæsilegur og léttur kvöldveislublær, þar sem
hugurinn varpar af sér öllum smásmugulegum fjötr-
um og flýgur eftir eigin geðþótta. Hann lagði þetta
svona niður fyrir okkur, og fylgdi útlistununum
með vísifingrinum, grönnum og beinaberum, en við
sátum og dáðumst að því, hvað hann gat verið alvar-
legur yfir þessari fjarstæðu (því okkur fannst það
fjarstæða, sem hann fór með), en á hinn bóginn
vorurn við hrifnir af hugmyndaflugi hans.
„Þið verðið að fylgjast nákvæmlega með. Ég verð
að kollvarpa einni eða tveimur meginreglum, sem
hafa þótt óyggjandi. En það er nú svona, að t. d.
flatarmálsfræðin kvað vera byggð á misskilningi, að
því er sumir segja."
„Ég er hræddur um, að þú byrjir á of stóru,“ sagði
Filby. Hann var rauðhærður maður og sýndist vera
til í kappræðu.
„Ég ætlast ekki til þess að þið fallist á neitt af Jsví,
sem ég segi, nema ykkur finnist það rétt. Þið verðið
ekki lengi að sansast á það, sem er aðalatriðið. Sjáið
nú til: Lína sú, sem stærðfræðingarnir starfa með,
breiddarlaus lína, er í raun og veru ekki til. Sama
er að segja um flötinn þykktarlausa. Þetta er ekkert
annað en hugmyndir."
„Alveg hárrétt," sagði sálfræðingurinn.
„Og teningurinn, sem hefur aðeins lengd, breidd
og hæð, er ekki heldur til í raun og veru.“
„Jú, nú ertu kominn út í vitleysu,“ sagði Filby.
„Auðvitað eru fastir hlutir til í raun og veru. Allir
verulegir. ..“
„Þetta halda flestir. En bíðum við. Er augnabliks
teningur til í raun og veru?“
„Nú er ég hættur að skilja þig,“ sagði Filby.
„Er teningur, sem varir óendanlega stutt, til í
raun og veru?“
Filby varð hugsi. „Nei,“ hélt tímaferðalangurinn
áfram, „allir hlutir, sem eiga að vera til í raun og
H. G. Well
Timí
24