Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1975, Side 27

Æskan - 01.01.1975, Side 27
veru, verða að hafa vídd í fjórar stefnur: lengd, breidd, þykkt og varanleika. En af sérstökum ástæð- um, sem ég kem að rétt strax, hættir okkur til að gleyma þessu. Það eru til fjórar víddir, þrjár, sem við kennum við fleti í rúminu, og sú fjórða — tíminn. En okkur hættir við að gera greinarmun á þremur þeim fyrstu og hinni síðast töldu af því, að svo vill nú til, að meðvitund okkar lokast eftir henni, alltaf í sömu átt frá vöggu til grafar.“ Ungur maður einn sat við borðið og reyndi í ósköpum að kveikja í vindli yfir lampanum. „Þetta,“ sagði hann, „er .. . alveg augljóst." „Það er einkennilegt, hvað menn veita þessu litla eftirtekt," sagði tímaferðalangurinn og var eins og brygði fyrir brosi á andlitinu. „Þetta er fjórða vídd- in, sem svo oft er talað um, en það er eins og menn viti ekki af því. Hún er ekkert annað en tíminn frá vissu sjónarmiði. Tíminn er ekki frábrugðinn hinum víddunum í neinu öðru en þessu, að meðvitund okk- ar þokast áfram eftir honum. En því er nú verr, að tíminn stendur öfugt í flestum. Þið hafið náttúr- lega heyrt, hvað þeir segja um fjórðu víddina?" „Ekki ég,“ sagði herforingi úr nýlendunum. „Það er þetta: Stærðfræðingarnir tala um þrjár víddir rúmsins, sem kalla má lengd, breidd og þykkt, og þessu má lýsa með því að taka tillit til þriggja flata, þar sem hver um sig myndar rétt horn við hina. En svo hafa aðrir, sem hugsa heimspekilegar, spurt, hvers vegna víddirnar eigi endilega að vera þrjár. Hví má ekki hugsa sér fjórðu víddina, sem myndi rétt horn við hinar þrjár? Og þeir hafa meira að segja reynt að búa til nýja „fjórvíða" stærðfræði. Prófessor Simon Newcomb var einmitt núna fyrir mánaðartíma að sýna tilraunir í þessa átt í stærð- fræðifélaginu í New York. Þið þekkið það, að það er hægt að mynda þrívíða mynd á fleti, sem hefur eina vídd, og menn ætla að það megi með myndum, sem hafa þrjár víddir, láta koma fram eina, sem hefur fjórar víddir, aðeins ef hægt væri að fá í það fjarvíddina. Skiljið þið það ekki?“ „Jú, eiginlega,“ sagði herforinginn. Hann hnykl- aði brýnnar og féll í þanka, og varirnar kvikuðu eins og hann væri að muldra töfraorð. „Jú, nú held ég að ég sjái það,“ sagði hann eftir dálitla stund, og andlit hans ljómaði snöggvast. „Ég hef, skal ég segja ykkur, fengist talsvert við þessi efni nú um tíma. Sumt, sem ég hef fundið, er skrítið. Hér er t. d. mynd af manni átta ára að aldri og önnur fimmtán, enn ein tuttugu og þriggja ára og svo framvegis. Þessar myndir eru auðsjáanlega vélin 25

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.