Æskan - 01.01.1975, Side 50
Skrýtlur.
Feðgar sátu fyrir hjá Ijós-
myndara, af því að sonurinn
hafði verið að Ijúka langskóla-
námi.
— Stattu ögn nær honum
föður þínum og styddu hend-
inni á öxl hans, sagði Ijósmynd-
arinn.
— Ætli það færi ekki fullt
eins vel á því, að hann hefði
hana í vasa mínum? sagði fað-
irinn. — Þá verður myndin að
minnsta kosti eðlileg.
Móðir Sigga litla tárfelldi
fyrsta morguninn, sem hann
átti að fara í skóla.
— Taktu þetta ekki nærri
þér, mamma, sagði stráksi. —
Undir eins og ég er orðinn
skrifandi og það vel læs, að
ég geti lesið textana með
myndasögunum, hætti ég í
skólanum og verð þar ekki
lengur.
MUNDU, AÐ
T OF MARGT fólk hættir að
leita sér að starfi, þegar það
hefur fengið einhverja hlauga-
vinnu.
▼ DRENGIR eru og verða
drengir, en miðaldra mönnum
tekst það ekki, hvernig sem
þeir fara að.
T VANDA þig eins vel og
þú getur í dag, því að hver veit,
nema þér takist þá enn betur
á morgun.
T MÖRG HAMINGJAN fer
fram hjá okkur, af því að hún
kostar ekkert.
T GOTT RÁÐ til að gera fá-
breytt starf skemmtilegt er að
vera sífellt að finna uþp að-
ferðir til að ná betri árangri.
BJÖSSIBOLLA
Texti: Johannes Farestveit
Teikn.: Solveig M. Sanden
1. l'að cr Ejössi, scm fyrst verður var. Eitthvað jiungl hefur bitið á, því að
stöngin svignar iskyggilega, þcgar Bjössi reynir að hala í land. „Þetta er dular-
fullt,“ tautar Bjössi. „Þetta getur ekki verið neinn fiskur. Ég hef fest í ein-
hverju.“ -— 2. Bjössi tekur á af öllum kröftum. En hvað er þetta, sem upp kemur?
— Langur, svartur, slímugur hryggur kemur upp í vatnshorðið. Aldrei hefur
Bjössi séð neitt likt þessu. Hann verður svo hræddur, að hann hrópar: „Hjálp I
Hjálp.“ — 3. Þrándur kastar frá sér stönginni og kemur hlaupandi. „Hvað i
ósköpunum gengur á?“ í sömu svil'um slitnar færið hjá Bjössa. „Sérðu, maður!“
hvíslar Bjössi. „Þetta er sjávarskrímslið sjálft. Hér er hættulegt að vera.“
„Komum okkur fljótt burtu,“ kallar Þrándur, „áður en Jiað kemur upp aftur.“
— Þeir gripa veiðistengurnar og lilaupa af stað niður með ánni, gegnum kjarr
og yfir stokka og steina. Þeir koma að girðingu, og J>ar festir Bjössi sig illilega
í óðagotinu sem á J>eim er. Girðingin er nokkuð há, og Bjössi getur ómögulega
losað sig. — 5. Þrándur kemur nú til hjálpar. „Alltaf ertu sami aulabárðurinn,"
tautar liann illur. „Klaufar verða alls staðar fastir," og liann togar svo fast í
Bjössa, að huxurnar rifna. — Hvað gerir til með eina saumsprettu, hugsar
Bjössi, J>egar annar eins voði er á ferðum eins og heilt sjóskrimsli. Um leið
verður lionum litið til árinnar, og liann kallar til Þrándar: „Sjáðu bara, þarna
kemur J>að syndandi." Og ekki ber á öðru. Mitt úti í ánni svamlar ófreskjan
og skin á margra metra langan svartan og slimugan lirygginn.
48