Æskan - 01.01.1975, Blaðsíða 25
Stærst
▼ Vatnsmesti foss í heimi er Guaria
eSa öðru nafni Salto das Sete Quedas
í Alto Paraná ánni, sem rennur á landa-
mærum Brasilíu og Paraguay. Meðal-
hæð fossins er aðeins 33,5 metrar, en
breidd hans er 4850 metrar. Vatnsfallið
er að meðaltali 13300 rúmmetrar á sek-
úndu, en fer upp í 50.000 sekúndurúm-
metra, þegar vöxtur er í ánni.
▼ Mesti tungumálagarpur, sem sög-
ur fara af, var yfirbókavörður Vatikans-
ins í Rómaborg, Giuseppe Caspar
Mezzofanti (1774—1849). Hann gat að
sögn þýtt 114 tungumál og 72 mállýsk-
ur og talaði 60 mál reiprennandi.
T Lengsta samfelld skáldsaga, sem
gefin hefur verið út, er 15 binda ritverk-
ið A la recherche du temps perdu (í
leit að liðnum tíma) eftir franska skáld-
ið Marcel Proust (1871—1922). Fyrsta
bindi skáldsögunnar kom út 1913, en
lokabindið 1926 eða 4 árum eftir lát
höfundarins.
T Stærsta gullnámasvæði heimsins
nefnist Witwatersrand og er 50 km langt.
Það er austur og vestur af Jóhannesar-
borg í Suður-Afríku. Þar fannst gull árið
1886, og árið 1945 voru meir en 45%
af allri gullframleiðsiu heimsins unnin
þar af samtals 364.000 mönnum.
T Hraðgengustu fólkslyftur heimsins
eru í stórhýsunum R.C.A. við Rockefell-
er Plaza í New York og Prudential í
Chicago. Þær þjóta 426 metra á mínútu,
en það samsvarar 25,6 km á klst.
T Hæstu björgunarlaun, sem greidd
hafa verið, námu 575.000 steriingspund-
um. Þau voru greidd fyrir björgun á
ss. Toledo, er strandað hafði úti fyrir
Karachi í Vestur-Pakistan sumarið 1952.
▼
„Það var eitthvað í kakóinu," sagði Sören.
„Jæja," mælti móðir hans. „Þú hefur ef til vill tekið undirskálina, sem ég
lét fluguna á?“
„Hvaða flugu?“ spurði Sören.
„Hún var í mjólkinni. Ég tók fiuguna og lét hana á undirskál. En svo gleymdi
ég henni.“
„Var flugan lifandi?" spurði drengurinn.
„Já, hún var lifandi," svaraði móðir hans.
Sören bliknaði. En það var orðið svo framorðið, að hann varð að fara þegar
í stað til þess að koma ekki of seint í skólann. Hann hljóp alla leiðina.
Það var ekki fyrr en í kennsluhléinu að lokinni fyrstu kennslustund, að Sören
fékk tíma til þess að hugsa um það, sem gerst hafði. Hann hafði gleypt lifandi
flugu! Hann náfölnaði.
Einn af skólabræðrum hans, Hinrik að nafni, veitti því athygli og spurði i
meðaumkunarrómi, hvað að honum gengi.
„Ég hef gleypt lifandi flugu," sagði Sören aumingjalega.
Faðir Hinriks var læknir, og hafði Hinrik í hyggju að feta í fótspor föður
síns. Þarna fékk hann tækifæri til þess að fást við lækningar! Hann mælti:
„Gleypt flugu? Það er mjög hættulegt. Flugur eru löðrandi i sóttkveikjum.
Geturðu ekki fengið fluguna upp úr þér? Þú þyrftir að selja upp. Það er nauð-
synlegt. Seldu flugunni upp.“
„Ég get það ekki,“ svaraði Sören. Honum leið mjög illa. Hann var hræddur.
„Flugan er niðri í maganum á mér. Hún kitlar mig.“
Hinrik þreifaði á maga Sörens. Hann ræskti sig og setti upp læknissvip.
Hann mælti: „Flugan er komin í „centrum" af „sólarplexus". Hún flýgur um
í maganum á þér. Hún flýgur út I magaveggina, og á þann hátt kitlar hún þig."
Sören blánaði í framan. Hann varð mjög óttasieginn. Hann sagði:
„Ég ... ég ætti að fara heim. Er þetta mjög hættulegt, Hinrik?"
„Já, þetta er afar hættulegt," svaraði Hinrik. „Það er miklu verra að fá
o flugur í magann heldur en í höfuðið." Framh. á bls. 29.