Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 22
með að kasta sér í fang móður sinnar og segja henni allt
eins og var. Og það hefði hann átt að gera, fyrst hann
hafði ekki hafið máls á þessu við matarborðið. En í stað
þess að láta undan tilfinningum sínum, harkaði hann af sér
og þurrkaði af sér tárin í flýti.
„Nei, nei, mamma," sagði hann fljótmæltur.
„Eitthvað er að drengnum mínum,“ sagði mamma hans.
„Þú hafðir enga lyst á matnum, og nú græturðu."
Nú gerði Siggi litli dálítið, sem enginn ætti að gera.
Hann skrökvaði. Hann sagði:
„Það er svo smávægilegt, mamma. Við Óli vorum í tuski
og ég tapaði. Það þótti mér svo leiðinlegt. Það er allt og
sumt."
Þá breiddist bros yfir andlit mömmu hans og hún sagði:
„Taktu það nú ekki alvarlega, Siggi minn. Þú vinnur
bara næst.“
Þegar hún var farin, var Sigga ennþá þyngra fyrir brjóst-
inu en áður. Þessi lygi hafði alls ekki létt á hjarta hans.
Þvert á móti jukust þyngslin ennþá meira. Æ, því hafði
hann nú bætt gráu ofan á svart með því að fara að skrökva?
Hann mátti vita það, að fyrr eða síðar hlyti allt að komast
upp, og þá mundi verða ennþá erfiðara að gera grein fyrir,
hvers vegna allt hafði snúist svona.
Allt í einu skaut nýrri hugsun upp í kollinn á honum.
Pabbi og mamma höfðu, honum vitandi, aldrei fengið vinn-
ing hingað til, og því skyldu þau þá endilega fá vinning
núna, einmitt þegar svona illa hafði farið?
Hann hugsaði málið og létti talsvert, því þegar öllu var
á botninn hvolft, þá voru möguleikarnir hans megin. En
samt, — það var hræðilega skammarlegt að hafa verið trú-
að til þess að gera þetta, og hafa svo komið of seint,
jafnvel þótt hann hefði haft fulla fjóra klukkutíma til þess
arna.
Næstu dagar siluðust áfram. Siggi litli reyndi að sýnast
eðlilegur, en hann átti ákaflega bágt með að dylja, hve
illa honum leið. Við hverja máitíð bjóst hann við hinu
versta, en aldrei minntist pabbi á happdrættismiðann. En
það hlaut að koma að þessu, það var eitt, sem var alveg
víst, og sá dagur var skammt undan.
Það gerðist tveimur dögum síðar. Fjölskyldan hafði matast,
og mamma var að taka fram af borðinu. Siggi litli vissi
ekkert hvað hann átti af sér að gera, heldur hékk þarna
eins og illa gerður hlutur. Pabbi hans hafði komið sér
fyrir í þægilegum stól og var að lesa í Kvöldblaðinu, sem
hafði komið rétt í þessu. Allt í einu sá Siggi litli að undrun-
arsvipur breiddist yfir andiit pabba. Hann leit upp úr blað-
inu og kallaði til mömmu hans:
„Nei, hvað heldurðu, Sólveig? Heldurðu ekki að við höf-
um unniS fimm þúsund í happdrættinu. Það er víst áreiðan-
lega í fyrsta skipti, ef ég man rétt.“ Síðan sneri hann sér
að Sigga og spurði:
„Hvernig var það annars, Siggi minn, bað ég þig ekki
um að endurnýja happdrættismiðann fyrir mig um daginn?
Ég held að ég hafi aldrei fengið hjá þér miðann."
Sigga skildist að nú var komið að því, sem hann hafði
óttast mest undanfarna daga. Nú var bara að standa sig og
segja allt eins og var.
„Pabbi," muldraði hann svo lágt, að varla heyrðist. Faðir
hans virti hann fyrir sér og sá undir eins, að eitthvað lá
drengnum þungt á hjarta.
„Hvað var það, góði minn?“ spurði hann.
Siggi barðist við grátinn, og gegn vilja sínum byrjuðu
tárin að streyma niður kinnarnar. Svo tók hann sig saman
og sagði fljótmæltur:
„Pabbi, — ég endurnýjaði aldrei.“
Pabbi hans skildi þetta ekki almennilega strax. „Endur-
nýjaðir ekki? Nú, hvernig stóð á því?“
Siggi beit á jaxlinn. „Svo, — það var svo margt að skoða,
bæði boltinn, og svo slagsmálin, og svo — kom maður,
sem missti pakka, — af því að ég hljóp á hann.“
„Hvers lags rugl er þetta, drengur?" Pabbi hans var nú
orðinn höstugur í málrómnum. „Á ég að trúa því, að þú
hafir gleymt að endurnýja?"
„Nei, pabbi. — Ég gleymdi því ekki. Ég kom bara of
seint."
„Komst of seint? Hvernig má það ske? Þú hafðir þó
allríflegan tíma.“
„Ég veit það, pabbi.“
Það varð þögn svolitla stund, þar til pabbi hans rauf hana
og sagði:
„Á ég að trúa því, að ekki sé hægt að treysta þér til að
endurnýja einn happdrættismiða, þér, — 10 ára drengnum?"
Siggi litli þoldi nú ekki lengur að horfa framan í reiðilegt
augnatillit pabba síns. Hann snerist á hæli og þaut út úr
stofunni, upp á loft og inn í herbergið sitt. Þar fékk koddinn
hans enn einu sinni að taka á móti tárum hans, sem
streymdu nú stríðar en nokkru sinni fyrr. Hann skammaðist
sín ákaflega, og það sem honum þótti sárast var, að hann
gat ekki fundið neitt sér til málsbóta. Þetta hafði allt verið
honum einum að kenna frá upphafi til enda.
Hann sá fyrir hugskotssjónum sínum andlit pabba síns.
Reiði hans var kannski hægt að þola, en ekki fyrirlitningar-
svipinn, sem hann hafði sett upp í lokin. Nei, héðan í frá
var ekkert gaman að lifa lengur. Best væri að fara eitthvað
langt í burtu, þangað sem þau mundu aldrei finna hann. En
þá gagntók einmanakenndin hann. Hvað gat hann gert og
hvert gat hann farið, aðeins 10 ára gamall?
Það væri verst, ef pabbi myndi ekki fyrirgefa honum.
Það gæti hann ekki þolað. Og umhugsunin um þetta og
aumingjaskap sjálfs sín kom honum til að gráta enn beisk-
legar. Að endingu féll hann í einhvers konar mók og
gleymdi sjálfum sér um stund. Hann sefaðist örlítið og
fannst sem einhver stryki blítt yfir kollinn á honum. i fyrstu
vissi hann ekki hvort þetta var draumur eða veruleiki. En
eftir því sem hann komst betur til sjálfs sín, fann hann að
þetta var veruleiki, og sú hönd, sem strauk honum um
kollinn, var blíðust allra handa hér á þessari jörð. Það var
sú hönd, sem huggar og græðir sárin. Það var hönd móður
hans.
„Elsku drengurinn minn,“ sagði hún, þegar hún fann að
hann var vaknaður. „Segðu nú mömmu allt, sem gerðist."
Hún tók hann í fangið og hann leyfði sér að gráta smá-
stund við barm hennar. Þegar honum hægði, tók hann að
tala, fyrst slitrótt og samhengislaust, en að lokum skýrðist
hugur hans svo, að hún skildi hann og fékk að vita, hvernig
þetta hafði allt gengið fyrir sig.