Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 7

Æskan - 01.01.1975, Qupperneq 7
Þegar Stanley var drengur, réðst hann á ruddamennið, sem stýrði fátækrahælinu þar sem hann var, og flýði síðan í þeirri trú, að maSurinn væri látinn. trú, að hann kynni að fara að svona körlum. Þessar voru aðfarir Stanleys — snögg og djarfleg ganga, þar sem hann barðist við hvern þann Afríku- mann, sem setti sig upp á móti hon- um. Þannig missti hann marga af mönnum sínum, bæði úr sjúkdóm- um og þreytu, en hann náði tak- marki sínu og sigraði. Stanley sigr- aði í næstum hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar hann var í framboði í þingkosningum nokkrum árum síðar, mátti heyra kallað „blóðmaður11 í sölunum og á götunum, þar sem hann hélt ræð- ur sínar, en engu að síður náði hann kjöri. Velgengnin komst upp í vana hjá honum. Var þessi járnmaður þá skrímsli? Var þessi landkönnuður, sem heilsaði hinum löngu horfna Living- stone lækni svo hógværlega með hinum fleygu orðum „Livingstone læknir, býst ég við?“, grimmari en blóðþyrstustu villimenn Afríku? Til að fá svarið við þessum spurn- ingum verður að kanna hið einstaka líf Henrys Mortons Stanleys, því það er aðeins með því að líta á sesku hans, sem manni verður Ijóst, hvað rak hann áfram og hvers vegna hann var, þrátt fyrir galla sína, eitt af mikilmennum síns tíma. Raunverulegt nafn hans var John Rowiands, og hann fæddist 1841 í Norður-Wales. Hann var óskilget- inn sonur konu, sem afneitaði hon- um miskunnarlaust. Ættingjar hans voru litlu skárri, og hann var fluttur í fátækrahæli staðarins, þar sem fátæk gamalmenni, munaðarleys- ingjar og börn, sem enginn kærði si9 um, lifðu mesta eymdarlífi. St. Asaph fátækrahælið, þa'r sem hann bjó, var verra en slík hæli voru að jafnaði, því yfirmaður þess, James Francis, var grimmdarsegg- ur, sem síðar var úrskurðaður geð- veikur. Hinn ungi John hlaut að vísu nokkra menntun, en þjáðist eins og hinir hælismenn vegna hins stranga aga harðstjórans, sem stýrði þeim, eins og það að enginn elskaði þá væri ekki næg refsing. Dag nokkurn hýddi Francis allan bekkinn vegna þess að krotað hafði verið.á eitt skólaborðið og enginn játaði á sig „glæpinn". John and- mælti þessu og var þess vegna hent á bekk og hlaut högg í magann af þungum staf Francis. John, sem varla var með rænu eftir meðferðina, sparkaði í andlit kvalara síns og braut gleraugun hans. Francis féll við og höfuð hans slóst við steingólfið. John hélt, að hann hefði drepið hann, en Francis hafði aðeins misst meðvitund. John flýði með einum vini sínum. Ættingjar hans fögnuðu honum síst innilegar en þeir voru vanir, en loks aumkaði ein frænka hans sig yfir hann og leyfði honum að búa hjá sér þangað til hann fór sem létta- drengur á skipi til Ameríku. Þá var hann 17 ára gamall. 5

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.