Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 29
ALMANAK 29
lega í eftirfarandi málsgreinum (“Þjóðfundurinn 1851”,
Lesbók Morgunblaðsins, 22. júlí 1951):
“Var samþykkt ávarp til Þjóðfundarins í sex liðum.
Ávarp þetta er hið merkasta, vegna þess, að þar kemur
fram stefna Þjóðfundarins sjálfs, sem síðar kom í ljós,
og er það meðal annars vottur þess, hversu rækilega
stjórnarmálið var nú undirbúið af hálfu landsmanna.
Efni ávarpsins var á þessa leið:
1. Alþingi fái fullt löggjafarvald með konungi og
svo fjáröflunar og fjárveitingavald. Dómsvaldið verði
innlent og svo framkvæmdavaldið, en þjóðin liafi erind-
reka í Kaupmannahöfn.
2. Islendingar njóti jafnréttis við Dani í afgreiðslu
sameiginlegra mála.
3. Landið hafi aðgreindan fjárhag frá öðrum hlut-
um ríkisins og taki að sínum hluta þátt í sameiginlegum
kostnaði.
4. Verslunin verði fullkomlega frjáls.
5. Tryggt verði fundafrelsi og prentfrelsi í landinu.
6. Þrír til fimm menn fari til Danmerkur í haust með
bænarskrá Þjóðfundarins um stjómarbót, ef þörf krefur.
Af síðasta lið ávarpsins má ráða, að menn hafi gert
sér ljóst, að samþykktir Þjóðfundarins mundu þurfa
stuðnings við ytra, ef vel ætti að fara.”
Dró nú að þeim degi, er þjóðin hafði lengi beðið með
mikilli óþreyju og eftirvæntingu, setningu Þjóðfundarins
og setu. Komu fundarmenn saman í Alþingissalnum í
Lærða skólanum í Reykjavík 4. júlí 1851, en eigi setti
Trampe stiftamtmaður, fulltrúi konungs, fundinn fyrri
en daginn eftir, 5. júlí. Páll Melsted amtmaður var for-
seti fundarins, en hann sátu 42 fulltráar, auk stiftamt-
manns.
Eigi voru frumvörp stjórnarinnar lögð fyrir fundinn
fyrri en 12. júlí, en þau höfðu rétt áður komið með
dönsku herskipi; setti það einnig á land danska herdeild