Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 30
30 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
í Reykjavík, er kom mönnum mjög á óvart, en stiftamt-
maður neitaði að svara fyrirspurn um það, hver tilgang-
urinn væri.
Er skemmst frá því að segja, að stjórnlagafrumvarp
það, sem stjórnin lagði fyrir fundinn, fór svo langt í aftur-
haldsáttina, að “það er ekki ofsagt”, eins og dr. Páll
Eggert Ólason orðar það í fyrrnefndu riti sínu, (bls. 232)
“að gengið liafi fram af öllum þjóðræknum mönnum”.
Gengið var á gefin loforð stjómarinnar um réttmæta
stjómarbót íslendingum til handa, réttindi þeirra virt
að engu, því að meginatriðið í frumvarpinu var það, að
ísland bæri að skoða sem hluta af danska ríkinu og lyti
því dönskum grundvallarlögum. “Hér var því í orðsins
fyllstu merkingu um fullkomna innlimun Islands að
ræða,” segir Klemens Jónsson, þáverandi landritari, rétti-
lega í grein sinni “Jón Sigurðsson sem stjónimálamaður”
(Skírnir, 1911, bls. 191).
Móltmæjtu ýmsir hinna þjóðkjörnu fundarmanna
frumvarpi þessu með festu og einurð, og varð þar Jwngst
á metum skorinorð og rökþung ræða Jóns Sigurðssonar.
Var málinu nú vísað til 9 manna nefndar, og var Jón Sig-
urðsson bæði formaður hennar og framsögumaður. Lagði
nefndin fram nýtt frumvarp fyrir fundinn, grundvallað
á fyrrnefndum samþykktum Þingvallafundanna, er fór
fram á fullkomið sjálfsforræði í sérmálum Islendinga og
hlutfallslegri þátttöku þeirra í sameiginlegum málum.
Ilófust nú umræður um frumvarpið, en þegar Trampe
konungsfulltrúi sá, hvert horfði, greip hann til þess ráðs,
í skjóli heimildar frá konungi, að segja fundinum slitið,
laust eftir hádegi 9. ágúst.
Er lokum þess sögulega þingfundar bezt lýst í orða-
skiptum þeirra konungsfulltrúa og Jóns Sigurðssonar:
Konungsfulltrúi: “Og lýsi eg þá yfir í nafni kon-
ungs ... ”.