Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 31
ALMANAK 31
Jón Sigurðsson giípur fram í: “Má eg biðja mér hljóðs,
til að forsvara aðgjörðir nefndarinnar og þingsins”?
Forseti (Páll Melsted): “Nei”.
Konungsfulltrúi: “ ... að fundinum er slitið.”
Jón Sigurðsson: “Þá mótmæli eg þessari aðferð.”
Konungsfulltrúi (uiu leið og hann og forseti gengu
burt úr sætum sínum): “Eg vona, að þingmenn hafi
heyrt, að eg hef slitið fundinum í nafni konungs.”
Jón Sigurðsson: “Og eg mótmæli í nafni konungs og
þjóðarinnar þessari aðferð, og eg áskil þinginu rétt til að
klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er
höfð í frammi.”
Þá risu þingmenn upp og mæltu nálega í einu hljóði:
“Vér mótmælum allir!”
Með þeim djarfyrtu mótmælum, er Þjóðfundinum
lauk, var brotið blað í sögu Islands, því að fundurinn
markar tímamót í stjórnmálabaráttu þjóðarinnar; hann
hóf það merki, sem undir var barist, unz lokasigri var
náð með endurreisn lýðveldisins; áhrifin af honum urðu
þau, að menn skipuðu sér fastar saman um sjálfstæðis-
málin.
Og í minningu þjóðarinnar leikur mestur ljómi um
Jón Sigurðsson, er hann kvaddi sér hljóðs á Þjóðfundin-
um og mótmælti af fullri einurð gjörræði konungsfull-
trúa. Þá hetjumynd í hjarta þjóðarinnar klæðir Jóhannes
úr Kötlum í fagran Ijóðabúning í hinu ágæta kvæði sínu
um Jón Sigurðsson, “Hinn hvíti ás”, er hann segir:
Þá rís hann, sá hvíti, sem frelsisins fjall,
er fagurt og hátt gegnum aldirnar stendur.
“Eg mótmæli...” hljómar hans hiklausa kall,
sem hrópi hvert brjóst úti um dali og strendur.
Og það er sem bergmáli blágrýtishallir
með brennandi turna: “Vér mótmælum allir!”
Á sögulegu sýningunni í sambandi við Lýðveldis-