Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 32
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
stofnunina 1944 var Jóni Sigurðssyni, eins og vera bar,
helgað aðalherbergið, hátíðarsalur Menntaskólans, en í
þeim sal, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, sat Al-
þingi á dögum Jóns og þar fór Þjóðfundurinn 1851 fram.
1 því herbergi sýningarinnar skipaði öndvegi mikið mál-
verk (þá að vísu ófullgert), “Jón á Þjóðfundinum 1851”,
eftir Gunnlaug Blöndal.
Þegar eg stóð frammi fyrir þessu málverki af Þjóð-
fundinum, fannst mér sem eg stæði á helgri jörð; sú
hrifningarkennd glæddi mér um leið skilning á sögu
hinnar íslenzku þjóðar, Hfi hennar og stríði. Mér fannst
eg aldrei fyrri hafa skilið til hlýtar snilldarlýsingu séra
Matthíasar Jochumssonar á æfi Jóns Sigurðssonar og
starfi, og sú Ivsing verður þá jafnframt áminning urn
trúnað við minningu og hugsjónir slíks manns:
Full af frægð og stríði,
fjöri, von og þraut
fyrir land og lýði,
lá hans grýtta braut.
Hitt var þó hin mikla gæfa hinnar íslenzku þjóðar, að
þyrnum stráð baráttubraut hans lá upp á sigurtindinn,
og á þeirri braut var Þjóðfundurinn 1851 úrslita áfangi.