Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 33
Viðauki við söguágrip íslendinga
í Hólabyggðinni í Suður-Cypress sveitinni
í Manitoba,
er birtist í Almanak O.S.Th. 1935.
Eftir G. J. Oleson
Gamlir fimdargjörningar
Þeim, sem hafa að nokkru kynnt sér frumsögu Vestur-
fslendinga, dylst ekki, að það er eitt, er gengur sem
rauður þráður í gegnum söguna, en það er áhugi frum-
herjanna fyrir kirkjulegu starfi og annari félagslegri
starfssemi, og á það ekki heima einungis í hinum stæn-i
byggðarlögum, heldur í hverri einustu íslenzkri byggð
hér vestra. Jafn fljótt og byggð var stofnuð, beittu frum-
herjarnir sér strax fyrir stofnun safnaða og annara félags-
deilda með miklum áhuga og lifandi trú, og hefur sá
áhugi allvel haldist í gegnum söguna. Skrifaðar heimildir
frá fortíðinni hafa víðast hvar varðveitzt, er það mikils
virði, en í sumum tilfellum hafa þær glatast, og er það
mikill skaði fyrir þá, sem fást við sögulegar rannsóknir.
Þegar eg skrifaði söguágrip Islendinga í Hóla-byggð-
>nni, (Almanak O.S.Th. 1935), er nefndur Cypresshæða
söfnuður, er allnokkur styr stóð um, um tíma, og þess
getið, að engar skriflegar heimildir séu nú til um hann.
En nú rétt nýverið, hafa mér borist í hendur tveir fund-
nrgjörningar frá þessari tíð, og til að firra þá glötun, birti
eg þá orðrétta hér með.