Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 39
ALMANAK 39
íslenzkir piltar voru í prestaskólanum í Chicago, að
mætur maður íslenzkur heimsótti okkur; var þá staddur
hjá okkur annaraþjóðamaður, sem var að visu innlendur
að ætt og uppruna, gerðum við hann kunnugann þess-
um vini okkar; horfði hann á hann all lengi og sagði að
síðustu, að hann væri vel vaxinn fyrir að vera Eskimói.
Nú er fávizka þessi að miklu leyti úr sögunni, og
þessi hleypidóma—ófreskja kveðin niður; hún mun tæp-
lega ganga aftur.
Þegar kom lengra inn í landið þar sem menn tóku
sér bólfestu, aðskildust menn í hópa og námu staðar á
ýmsum stöðum. Allmargir gerðust landnemar í Argyle-
byggðinni eða Argyle, eins og er vanalegast komist að
orði.
Það er ekki tilgangur minn að rekja 'sögu byggðar-
innar, því það hefir verið gert, en hitt langar mig að gera,
að minnast ýmsra atriði, sem mætti minnast.
Þar er mjög sveitarlegt; engi og bithagi var alþakið
miklu, kjarngóðu grasi.
Svo hófst barátta frumbýlingsins allslausa við ótal
örðugleika og skort.
Húsakynni voru af vanefnum; vörðust lítt kulda eða
hita; flugur og önnur skorkvikindi hvimleið leituðu mjög
inn, báru menn ekki þekkingu næga til þess að geta
varist þessum óvin. Við, sem nú lifum, ættum að minnast
þess með þakklæti, að nú er óvini þessum algerlega út-
i'ýmt, svo nú geta menn gengið rólegir til hvílu og notið
fullrar værðar.
Hús byggð úr bjálkum voru sæmilega hlý, en hús úr
aðfengnu efni voru sum afar köld. Gat þess kona, sem
eitt sinn ásamt manni sínum átti heima í einu af þessum
húsum, að þegar vetur lagðist að, sáu þau sér óvænt að
geta haldið lífinu fyrir kulda. Tóku þau það ráð að tjakla
veggina að innanverðu; gerði það að verkum, að þau
fengu haldist við. Hjón þessi fluttust burt, þar sem þau