Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 40
40 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
urðu vel bjargálna. Börn þeirra bygðu ofan á stofnfé
foreldra sinna; búa nú við góð efni í vönduðum, raflýst-
um húsum. Reynist það oft, að arkarsmiðirnir unnu gagn,
en aðrir nutu.
Sparsemi manna sást í ýmsum mvndum, vildi hún
ganga nokkuð langt. Kunni eg aldrei við það að sjá
menn, einkum unglinga, ganga berfætta. Má vera, að
það hafi verið sparnaðarauki að sumu leyti, en það var
háski að ganga berfættur innan um þistil og brenni-
netlur, þangað til að sigg var komið í iljarnar. Gat þetta
gengið fram í kulda.
Eitt sinn að haustlagi, er rignt hafði og kalt var veð-
ur, gekk unglingsstúlka á eftir plóg berfætt. Annan tíma
vissi eg til þess, eftir að snjór var kominn, að drengir
tveir stóðu berfættir úti við að saga eldivið.
Mér fannst aðferð þessi einatt villimannaleg. Nú mun
siður þessi úr sögunni með öllu, er það vel farið.
Margt gátu Landar lært af innlendum bændum, en
þó ekki allt. Þeir bjuggu betur að fjárstofni sínum en inn-
lendir menn; þegar stórgripir innlendra manna voru að
falla að vetrinum úr hor og harðrétti, stóðu gripir hinna
inni hlýir og vel haldnir. Þegar menn áttu leið um byggð-
ina meðal Landa, og kalt var í veðri, sást ekki nokkur
skepna á ferli, en þegar leið á vetur og kom gott veður,
sást fjökli búpenings við hvert heimili, eins og hann
hefði sprottið úr jörðinni.
Á þessum tíma var mikið um lánsverzlun. Neyðin
neyddi margan mann til þess að taka út í reikning og
hleypa sér í skuldir; lántraust manna var all gott, en
viðsjál reyndist sú blessun og varð mörgum að fótakefli.
Gengu kaupmenn og umboðssalar svo hart eftir skuldum
sínum, að það horfði til vandræða fyrir mönnum. Eg
vissi þess dæmi, að menn fluttu korn sitt til markaðar að
næturlagi til þess að sjá sér og sínum farborða.
Einn bóndi í byggðinni átt ferð til Winnipeg, kom