Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 47
ALMANAK 47
á Höfða, Hallssonar, prests sama staðar. Má rekja þá ætt
í beinan karllegg til Ólafs hvíta. — Systir Sveins í Litlu-
Sólheimum var Björg, móðir Helga Péturss. dr. phil.,
jarðfræðings og vísindamanns.
Móðir Hallgríms föður míns var Sigríður Hallgríms-
dóttir. Var hún náskyld Brynjólfi landnámsmanni Brynj-
ólfssyni í N. Dakota, föðnr Magnúsar lögfræðings og
þeirra systkina, en um ætt hennar er mér eigi frekar
kunnugt.
Anna Sigríðnr móðir mín var fædd á Bjarnastöðum í
Blönduhlíð, dóttir Péturs Péturssonar, bónda á Marbæli
í Óslandshhð, Guðmundssonar, bónda sama staðar, Kol-
beinssonar, bónda á Laugalandi í Eyjafirði, Bjarnasonar,
Sæmundssonar.
Kona Péturs, móðir Önnu Sigríðar, var Kristín Guð-
mundsdóttir, ættuð úr Eyjafirði, en fædd á Hólum í
Hjaltadal og alin þar upp þangað til hún var 10 ára að
aldri; var síðar á Hrafnhóli nokkur ár.
Móðir Kristínar var Kristín Sveinsdóttir á Þverá í
Öxnadal, Einarssonar, hreppstjóra í Svellatungu, Hall-
grímssonar, Eiríkssonar, bónda í Bárðardal, Bjarnasonar,
prests að Eyjadalsá, Magnússonar, prests að Auðkúlu,
Eiríkssonar. Átti móðir mín ættartölu sína rakta til Egils
Skallagrímssonar, en ættartalan glataðist, eins og margt
annað verðmætt, þegar hús foreldra minna brann.
Hallgrímur Valdimar og Anna Sigríður voru gift á
sumardaginn fyrsta 1888 í Skagafirði og fluttust til Amer-
íku sama ár. Þau námu land, er þau nefndu Haukastaði,
i Geysisbygð um 1890. Tvö systkini móður minnar, Jón
Pétursson, er flutti nokkrum árum seinna til Gimli, og
Kristrún, gift Sigurði Friðfinssyni, voru komin vestur um
haf nokkrum árum áður.
Margar fagrar endurminningar hef eg frá æskuárum.
Aldrei mun eg gleyma unaðslegu stundunum, þegar
mamma sagði okkur sögur eða fór með kvæði fvrir okkur.