Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 48
48 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
Hún hafði frábærlega gott minni, og sagði okkur, meðal
annars, margar Islendingasögur, ef bækur voru ekki fá-
anlegar. Hef eg undrast, þegar eg nú hef lesið sumar
þessar b;ekur, að oft mundi hún jafnvel samtöl, t.d. í
Pilti og stúlku. Ósköpin öll kunni hún af kvæðum, sálm-
um og rímum, og var sjálf vel skáldmælt. Skrifaði hún
systkinum sínum mörg ljóðabréf meðan hún var á Islandi.
Eina vísu man eg, sem mun hafa verið í einu þessara
Ijóðbréfa:
Fagrar óskir frændur þínir vanda,
fölvri, sem á jökul—búa—grund,
hæstan biðja hilmi dýrðarlanda
helga að leiða þig við sína mund;
ástar kveðju einnig biður hlýja
ættar—flytja—mig, hin forna slóð,
óskar hún, á Islandi Nýja
öll sín dafna vel að nái jóð.
Nokkur eftirmæli veit eg, að hún orti, og ótal lausa-
vísur eftir að hún kom til þessa lands, og kann eg nok-
krar þeirra.
Einnig hef eg talsvert af Ijóðum eftir föður minn, þó
mikið af því, sem hann orti, sé glatað. Margsinnis var
farið fram á við hann, að láta prenta kvæði sín, sérstak-
lega var það séra Jóhann Bjarnason, sem gerði marg-
ítrekaðar tilraunir til þess. Nokkur kvæði sín mun faðir
minn hafa verið búinn að hreinskrifa, en það, sem eg hef,
var mest allt á vel samanbrotnum blöðum, er var mjög
angurblítt að rekja upp og lesa. Sum kvæðin eru löng,
milli 60 og 70 erindi. Seinasta kvæðið, “Egill landnáms-
maður”, orti faðir minn stuttu áður en hann lést.
Þá er eg nýbúin að lesa nokkur ljóðabréf og lausa-
vísur, sem faðir minn og Baldvin Halldórsson sendu hvor
öðrum í skammdeginu veturna 1912 og 1913. Þar hafa