Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 49
ALMANAK . 49
þeir brúkað vandaða bragarhætti, liringhendu, stikluvik,
og jafnvel sléttubönd meðal annars.
1 nýkomnu bréfi frá frænku minni minnist hún og
bróðir hennar foreldra minna á þessa leið fyrsta vetur-
inn, sem þau voru í þessu landi og héklu til hjá Jóni móð-
urbróður mínum.
“Það, sem eg sérstaklega dáðist að, var skyldurækni
þeirra og trú á sigur hins góða, hans bjartsýni og lund-
gleði, og hjálpsemi við samferðamenn á lífsleiðinni; hen-
nar tryggð við vini og vandamenn, meðlíðan og skiln-
ingur gagnvart þeim, sem veittist lífið erfitt.
Þennan vetur sagði Sigríður frænka okkur systkinun-
um allar sögurnar Þúsund og ein nótt, sem er eitt dæmi
þess, hve frábærlega gott minni hún hafði. Hallgrímur
var þennan vetur að tegla til efni úr skógi á heimilis-
rettarlandi sínu; sagaði borðvið með handsög, sem
hann hafði komið með frá fslandi, og byggði svo húsið
sjálfur 1890.”
II.
Endurininiiingar um Haukastaðahjónin
Eftir góðvin þeirra
Þegar eg hugsa til þess, hve fáir eru enn á lífi af land-
námsfólki Geysisbyggðar, þá finnst mér æskilegt, að
sem flestra þeirra væri minnst lítillega á prenti af þeim,
sem voru samtíðarmenn þeirra og var lilýtt til þeirra, og
geyma endurminningar um þá í huga sér.
Mér er því Ijúft að gera tilraun til að hverfa aftur í
Lmann og minnast með fáum orðum landnámshjóna, sem
lítið hefir verið getið um áður á prenti, en sem voru lögð
fil hvíldar fyrir meir en fjórðungi úr öld. Það eru Hall-
gnmurValdimar Friðriksson og kona hans, AnnaSigríður
Pétursdóttir. Þau bjuggu á landnámsjörð sinni, Hauka-
stöðum í Geysisbyggð, rausnarbúi í meir en þrjátíu ár.