Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 51
ALMANAK 51
Seinna í sama kvæði, sem er, að eg held tíu eða tólf
erindi, segir Hallgrímur:
En hvað er nú! Hér bleikir akrar blika
þar breiddist skógur þétt um rakan svörð.
Þar bústin öx, í blænum þýða kvika,
beztum arði hrósar rótuð jörð.
Þar, sem áður fen og flóar vóru,
svo fært var engri skepnu þar um svið,
eru komin engi og sáðlönd stóru,
öld, sem drjúga veita hjálp og lið.
Það, sem mér fannst sérstaklega einkenna þessi hjón,
var hvað þau voru vandaðar manneskjur, orðvör og um-
talsfróm. Það voru ætíð nóg untalsefni, ef komið var að
Haukastöðum, — önnur en náungans veikleikar — eins og
sums staðar vill eiga sér stað. Þau hjónin voru bæði ljóð-
elsk og bókhneigð, og bæði voru þau hagmælt vel. Því
miður kann eg ekkert af kvæðum Sigríðar, því í seinni
tíð var hún mjög farin að minnka ljóðagerð, eða fara
dular með þessa gáfu sína, sem oft hefur veitt henni
yndi. En eftir Hallgrím kann eg þó nokkrar vísur og kafla
úr kvæðum, sem er mér nóg sönnun þess, að hann var
vel skáldmæltur, og einstaka sinnum las hann upp kvæði
sín, þó örfá hafi verið prentuð.
Á þessu heimili var mjög mikið unnið, — hjónin sam-
hent og dugleg og hugsunin um að komast áfram sterk
og frjáls. Ilallgrímur var smiður, bæði á tré og járn, og
smiðaði því sjálfur allar byggingar á heimilinn. og gerði
einnig við ílát bæði fyrir sig og aðra. Hann var mjög
eftirsóttur smiður sökum dugnaðar og vandvirkni. Smíð-
aði hann mörg hús víðsvegar um byggðina, og í sumum
þessum húsum er búið enn. Sigríður saumaði mikið á
fyrri árum, jafnvel karlmanns-spariföt, og hafði hún
fengið einhverja tilsögn í slíkurn saumaskap á fslandi.