Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 53
ALMANAK
53
Andlegt vopna æfir glam,
af sem léttir trega,
liði þínu, frækinn, fram
þú fylkir vikulega.
Hart er stungið, höggvið djarft,
þó holund engum blæði,
gleðin á sér ítak bjart
inn á þínu svæði.
m
Bæði heyrðu þau hjón til söfnuði byggðarinnar og
studdu af megni. Einnig held eg, að Sigríður hafi verið
ein af stofnendum kvenfélagsins “Freyja”, sem enn er
starfandi. Skemmtilega sagði Hallgrímur frá því, sem
hann var hrifinn af. Hann dáðist mjög að merkum mön-
num, sem sköruðu fram úr — ekki þeim, sem rökuðu
saman auð fvrir sjálfa sig eða komu af stað hernaði —
heldur þeim, sem voru frumlegri í hugsun en fjöldinn,
og gátu miðlað öðmm af andans auðlegð sinni, eða þá
sköruðu fram úr í verknaði og framleiðslu. Eg man
alltaf vel eftir, þegar hann sagði mér frá Leo Tolstoi,
sem eg þá ekki hafði lesið um. Eg lield það væri æskilegt,
að sem flestir nú á dögum læsu um líf þess sérkennilega
og fræga rithöfundar. Frjálsri samkeppni, eins og hún
birtist í lífi alþýðumannsins — en ekki hinni óhindruðu
verzlunarsamkeppni, sem nú er eitt af vanamálum sam-
tíðarinnar — unni Hallgrímur, eins og hann kemst að orði
i einu kvæða sinna:
Eg fastlega trúi á þann friðþrungna mátt,
sem frelsisins hugsjónir mvnda.
Þeir, sem leika hlutverk sitt í lífinu eins vel, og verða
samferðamönnum sínum eins kærir og þessi hjón urðu,
bljóta að eiga göfuga trú á Guð og sigur liins góða. Mikla