Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 55
ALMANAK 55
mörgu, og lítil, eða engin, ytri minnismerki sjást þar, sem
þetta menningarheimili stóð. Húsið brann 1925, og síðan
hefur landið verið selt, og akrar hylja gamla hússtæðið.
En eg get horfið í anda aftur í tímann og gengið heim
að húsinu, því vel man eg hvar það stóð. Eg ber að dyr-
um, og til dyranna kemur kona, fremur lítill vexti, grönn,
dökkhærð, augun blá og greindarleg, svipurinn góðlegur
og hreinn. Þetta er Sigríður, fyrsta húsfreyjan á Hauka-
stöðum. Eg get hugsað mér, að hann Hallgrímur sitji
þarna við borðsendann og hafi verið að lesa upphátt
fyrir Sigríði. Hann er meðalmaður á hæð, grannur, hýr-
legur og bjartur yfirlitmn, andlitsdrættimir fingerðir,
ennið hátt, augun blá, og hann hefir alskegg, jarpt á lit.
Þiikk fyrir samfylgdina, kæru vinir! Blessuð sé min-
ning Hallgríms og Sigríðar Friðriksson!