Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 58
58
ÓLAFUR 8. THORGEIRSSON:
Hljóttu gæði lands og lagar,
ljúfust, það er óskin vor.
Eins og þínum þörfum hagar,
þjóðar fjölgi manndómsspor.
Allar helgar vætti verji
vígin þín, og skapi dáð !
Þó að ís og eldar herji,
ei þín bjargá þrottni ráð !
MINNI KAPTEINS SIGTRYGGS JÓNASSONAR
(Á fjörtíu ára afmæli Nýja-íslands)
Hann Ingólfur og aðrir frægir menn
til fslands fóru og byggðu landið fríða.
Snilldin þeirra, arfgeng, lifir enn
með auðnu og þor, að kanna löndin víða.
Og Nvja fsland namst þú vorum lýð,
og nefndist faðir þess, af okkar mengi;
þitt ljós var bjart, sem lýsti fyrstu tíð,
í landnáms gegnum rökkur, hér á vengi.
Sem verkgefandi varstu í þrautum stoð,
þá vinna hjá þér léstu liölda marga.
Um vatnið synda svása léstu gnoð,
þú sóttir eld, sem Grettir, fólki að bjarga.
Og rekja má þín manndóms björtu spor,
á meðan líf þitt fullum stóð í blóma.
A þingi lengi þú varst skjöldur vor,
og þér vannst frægð, en okkur gagn og sóma.