Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 66
66 ÓLAFUR S. THOKGEIRSSON:
um. Mátti lesa aðdáun úr augum fólks á götunni; það
þóttist sjá, að Islendingar væri í fötum aðeins fyrir kurt-
eisissakir. Það hélt, að Marino væri enskur og af þeim
ástæðum kulvís. Annaðhvort hefir ráðherrann ekki verið
búinn að “reykja vindil sinn” eða verið byrjaður á öðrurn,
því ekki lét hann ljúka upp fyrir okkur nú fremur en í
fyrra sinnið. Urðum við fegnir frá að hverfa aftur til
máltíðarinnar. Marino var einn eftir að fá nýjar upplýs-
ingar hjá sínum milligöngumönnum. Áður en máltíðinni
var lokið, kom Marino með þau orð, að ráðherrann yrði
staddur í móttökusal varaforseta C.P.R. á þeirri stund,
sem varaforsetinn hefði tilsett að veita nefndinni við-
töku. Hættum við þá að éta, af innri þörf, og héldum af
stað, eftir að hafa leyst yfirhafnirnar úr veðinu.
Þegar okkur bar að, var eilítið safn fyrir dyrum vara-
forsetans. Þar var kominn Stefán Sigurðsson frá Hnaus-
um, hinn hofmannlegasti ásýndum, með skrýfða svarta
lokka er féllu ofan á herðar. Nokkrir hinna týndu nefnd-
armanna höfðu komið til skila. Meðal þeirra voru þrír
sálufélagar, sem kváðust hafa farið inn í vínsölubúð og
fyrirhitt vínsala sem hafinn var vfir allt jarðneskt. Hafði
hann boðið þeim (eftir að hafa selt þeim eina litla
“pöddu” ódýrt) að bragða á öllum brennivínstunnunum
í búðinni og leitt þá frá krana til krana. Hafði talsverð
töf orðið hjá hverri tunnu. Þóttust þeir hafa fórnað meiru
fyrir þetta járnbrautarmál en nokkrir aðrir, skyldir og
óskyldir, með því að fara úr þessum sælustað.
Þó hópurinn hefði nú stækkað óg hækkað í áliti, var
margra málsmetandi nefndarmanna ennþá ávant, þar á
meðal Jóns Runólfssonar.
Þegar nú hinn dýrlegi móttökusalur, með ökladjúpu
grænu flosi á gólfinu, var opnaður fyrir “okkur nefnd-
inni” og Baldvin í broddi fylkingar, stóðu þeir hlið við
hlið á miðju gólfi varaforsetinn og Rogers ráðherra.
Fell það í hlut Stefáns Sigurðssonar að gera nefndar-