Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 68
68 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
inlegur báðum aðilum, verður handabandið einkar fast
og ti-aust.
Ráðherrann varð eftir í salnum, en varaforsetinn
fylgdi nefndinni að uppgöngunni. Þegar þar kom, sést
Jón Runólfsson, með Krumma í fanginu, standa við neðri
enda stigans og horfa með gleraugunum eingöngu upp
til varaforsetans.
Fáum dögum eftir þessa atburði lét varaforsetinn
þau boð út ganga, að C.P.R. félagið mundi á því ári
framlengja brautina frá Gimli til Riverton.
Nefndin öll og hver einstakur þakkaði sér að hafa
útvegað brautina—jafnvel þeir af okkur, sem töpuðust
og komu aldrei fram. Hvenær, sem einhver okkar vildi
gerast þingmaður eða sveitarráðsmaður, var aðal inn-
takið í hans pólítísku ræðu:—jafnvel þó tveir af okkur
sæktu hver á móti öðrum—kjósið mig! Frá mér, fyrir
mig og til mín er járnbrautin. Eg og enginn annar útveg-
aði járnbrautina. Vinur minn, óvinurinn, veit það eins
vel og eg.
Höfundur járnbrautarrímu reynir að gera grein fyrir
sinnaskiftum varaforsetans—segir með berum orðum,
sem auðvitað ber að taka með afslætti vegna rímsins,
hver það var, sem varaforsetinn hafði tekið nokkurt til-
lit til, og einmitt sá hinn sami (enginn annar) eigi heið-
urinn og þakklætið fyrir að hafa útvegað brautina. Með
því er heiðurinn (hvað ])á þakklætið?) dregið af okkur
Iiinum, öllum og einstökum— þar stendur; að þegar vara-
forsetinn sá Krumma í fanginu á Jóni hafi hann spurt,
hvart “þessi” væri í nefndinni.
“Þá kom svar að svo væri
seppa “rarítetið”,
en hver var, sem anzaði,
ekki þar með getið.”