Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 69
Laus blöð úr gamalli bók
Eftir séra Sigurð Ólafsson
Mig langar að segja hér frá smáatriði úr minni eigin
sögu, frá fyrstu dvalarárum mínum í Vesturheimi, er
kynni að varpa ofurlitlu Ijósi á framsóknar tilraunir og
kjör nýkominna Islendinga, eins og þau voru fyrir 40-50
árum síðan.
Eg hafði farið frá Islandi hausið 1902, var för minni
heitið til Seattle borgar í Washingtonríki. Eg staðnæmd-
ist um veturinn í fiskiveri á Winnipegvatni, en í lok marz
mánaðar vai- eg kominn vestur til Seattle borgar.
Það voru ekki margir atvinnuvegir sem úr var að
velja á þeim árum, sízt mállitlum og fákunnandi útlend-
ingum. Venjulegast vrar það erfiðasta og lægst borgaða
vinnan, sem var hlutskifti þeirra.
Fyrst fékk eg atvinnu við stóra sögunarmillu í borg-
inni utanverðri, um hríð utanborgar, í skógar og fiski-
verum, en síðar aðallega við steinsteypu og byggingar
vinnu, þar á meðal í níu mánuði, er jarðgöngin miklu
voru byggð undir Seattleborg af Great Northern járn-
brautarfélaginu. Aðal verkfræðingurinn við það stóra
starf var Mr. Stevens, er síðar ávann sér frægð fyrir ýms
mannvirki, bæði við Panamaskurðinn og víðar.
Á þeim árum, er hér um ræðir, var atvinna stopul
fyrir algenga verkamenn. Á vetrum gengu menn atvinnu-
lausir í þúsundatali.
Eftir nokkra dvöl í borginni, fór eg að gera tilraun til
að ná í stöðuga atvinnu. Sótti eg þá um starf hjá strætis-
vagnafélagi blrgarinnar, The Seattle Electric Company,
Pr var eign auðfélagsins Stone-Webster í Boston, Mass.