Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 71
ALMANAK
71
Iiann tók mér vel og bróðurlega. Eg tjáði honum er-
indi mitt og mæltist til þess, ef hann sæi sér fært, að gefa
mér meðmæli til Strætisvagnafélagsins. Hann svaraði
því til, að sér væri kært að greiða fyrir mér, ef þess væri
kostur.
“En nú stendur svo á, að eg er í ónáð hjá Seattle
Electiác Company. Hefi eg verið andstæður kröfum
þeirra og mælt á móti þeim opinberlega. Meðmæli mín,
eins og sakir standa, yrðu því minna en einkis virði. Það
eina sem eg gæti gert, er að biðja einhvem, sem að má
sín nokkurs hjá félaginu, að gefa þér meðmæli, er kvnnu
að duga, og eg hefi slíkan mann í huga, en það er Col-
onel Blethen, aðalritstjóri og einn af eigendum stórblaðs-
ins, “The Seattle Daily Times” og það vil eg gera í von
um að einhvern árangur beri.”
Skrifaði hann síðan nokkrar línur til Coh Blethen,
bað hann að mæla með mér við félagið, en sagðist sjálfur
ábyrgjast, að óhætt væri að mæla með mér. Kvaddi eg
svo prestinn með virktum og hraðaði för minni sem mest
eg mátti ofan í borgina, í ”Times” bygginguna, en þar
hafði Col. Blethen skrifstofur sínar og þar var blaðið
prentað.
Á leiðinni var eg “með böggum hildar”, eins og þar
stendur, og kveið fyrir að eiga að standa frammi fvrir
Mr. Blethen. Hvert mannsbarn í borginni vissi hvílegt
stórveldi hann var, auðugur, áhrifaríkur og harður í horn
að taka, þegar því var að skifta. Að yfirsýn bar hann af
flestum mönnum öðrum hvar sem hann fór. I æsku hafði
hann verið þátttakandi í Þrælastríðinu og getið sér orð-
stýr sem herforingi. Hann var nú maður við aldur, en
bar sig frábærilega vel og tígulega, í hærra meðalagi,
þéttvaxinn og afar karlmannlegur. Ávalt gekk hann við
silfurbúinn staf. Hárið var mikið, orðið hélugrátt og náði
á herðar niður, en liðaðist fagurlega frá enni. Arnfrár
svipur hvíldi yfir andliti hans. Brúnir hvassar, augun
leiftrandi. Eg hálf kveið fyrir samfundi mínum við hann,