Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 73
ALMANAK 73
teldi eg þá stöðu, er eg var nú að sækja um, ofurlítið
spor í áttina áfram.
Að þessu loknu skrifaði hann nokkur orð á blað, af-
henti mér svo bréf til Mr. A. L. Kempster, yfirmanns
Seattle Electric félagsins. svo árnaði hann mér allra
heilla, fylgdi mér fram að öðrum dyrum skrifstofunnar,
en þeim, sem eg hafði kornið inn um. Þakkaði eg honum
hjálp hans og kvaddi hann. Undraði mig hlýleiki hans
og kurteisi við mig, hún hefur aldrei úr minni mér liðið.
Nú hraðaði eg mér sem mest eg mátti á skrifstofu
Seattle Electric félagsins, er þá var á Pine Street, ekki
langt frá “Times” byggingunni.
Eg spurði eftir Mr. Kemster og var svo heppinn að
hann var á skrifstofunni. Afhenti eg honum hréf Col.
Blethen. Las hann það, átti svo dálítið samtal við mig.
Svo sagði hann mér að fara undir læknisskoðun klukkan
tvö eftir hádegi þann dag, en mæta yfirumsjónarmanni
félagsins, Mr. Newell, kl. 5 síðdegis.
Eg þaut til læknisins á mínútunni kl. 2. Fékk með-
mæli hans. Síðar átti eg tal við Mr. Newell og gaf hann
mér ýmsar reglur og ráðleggingar, meðal annars sagði
hann, að félagið væri dæmt eftir framkomu starfsmanna
þess. Að lokum afhenti hann mér skilti, No. 641. Reynd-
ist mér það happasælt þau tvö ár, er eg starfaði í þjón-
ustu félagsins, en úr þjónustu þess fór eg til þess, að hefja
nám á kvöldskólum borgarinnar um næstu fjögur árin.
Öll þau ár vann eg í þjónustu símafélags borgarinnar,
The Pacific Telephone and Telegraph Companv. Öll
fjögur árin mín á prestaskólanum var eg í þjónustu sama
félags í Portland, Oregon.
Að kvöldi þessa umrædda laugardags tók eg mér
langa göngu norður með sjó í kvöldkyrðinni, þakklátur
og glaður í huga. Eg átti óljóst liugboð um, að nú færi
að smárætast úr fvrir mér. Og eg átti vissu í huga mér
nm það, að æðri liönd héldi vörð um mig, útlendinginn,
á framandi ströndum.