Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 79
ALMANAK 79
fremur en vænta mátti, og var kvenfélag starfandi í
byggðinni fram eftir árum.
Vikið hefir verið að skólahaldi í byggðinni, en það
er nú orðinn æði stór og myndarlegur hópur af ungu
fólki þaðan, sem gengið hefir menntaveginn; kunnastir
eru þeir prófessoramir dr. Vigfús A. Vigfússon og dr.
Vigfús S. Ásmundsson, og verður þeirra getið nánar í
þáttum landnemanna og afkomenda þeirra.
Hér hafa þá verið raktir nokkrir meginþættir í sögu
Tantallon-byggðarinnar, eftir áreiðanlegustu heimildum,
sem greinarhöfundur hefir getað aflað sér. En leiðrétt-
ingar, ef einhverjar eru, og viðbætur við þá megindrætti
þeirrar sögu, verða með þökkum þegnar, því að sjálfsagt
er að hafa í þeim efnum það, “sem sannara reynist.”
« <* $
1 næsta Almanaki fylgja þættir landnema í Tantallon,
Gerald og Spy Hill, en þar sem nokkur ár eru liðin síðan
eg safnaði efni í þá þætti, þykir mér öruggara, áður en
þeir eru birtir, að leggja þá undir dóm kunnugs fólks í
hyggðinni. — Ritstj.