Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 88
88 ÓLAFUll S. TIIORGEIRSSON:
sem hann kynntist íslendingum betur, fékk hann meira
álit á þeim. Hann varð þess fljótlega var, að íslendingar
voru menn, sem voru áreiðanlegir til orða og verka, að
það, sem þeir lofuðu, efndu þeir ávalt. Loforð þeirra
voru betri en nokkur trygging. Hann gerði því allt, sem
hann gat, til að fá þess menn til að skipta við sig, enda
urðu viðskipti hans og Islendinga æ meiri og betri með
hverju árinu.
Búð James Walkers var nokkurskonar samkomustað-
ur. Þangað komu menn, ekki aðeins til að verzla, heldur
til að fá fréttir og tala þar saman um eitt og annað. Þar
ræddu menn saman um áhugamál sín og stjórnmál. Oft
komu Islendingar þangað, og var þá stundum gert gam-
an að þeim. Þegar James Walker þótti þar of langt farið.
tók hann í strenginn og lagði íslendingunum lið. Vildi
hann sízt af öllu missa viðskipti þeirra.
Einn af þeim, sem átti heima í nágrenni við Glasston
og oft kom í búð James Walkers, liét Mike Sullivan.
Hann var stór maður og þrekinn og álitinn að vera helj-
armenni að burðum. Fýsti menn ekki að eiga í illdeilum
við hann. Mike Sullivan hafði gaman af að tala, og lét
flest til sín taka. Hafði hann mikið gaman af að tala um
aðra menn, og var næmur á að finna galla þeirra. Oft
gerði hann gamari að Islendingum. Kallaði hann þá
Skrælingjana frá Islandi og valdi þeim liæðileg orð.
Einn af viðskiptamönnum James Walkers var maður
vel miðaldra, sem átti heima norðvestur frá Glasston rétt
upp við Pembinahálsana. Ekki kom þessi maður oft í
kaupstaðinn, en vanalega þegar hann kom, hafði hann
smjör og egg til að skipta fyrir það, sem hann þarfnaðist
mest. Á haustin og veturna seldi hann mikið af ullarsok-
kum og vettlingum, allt heimatilbúnum. James Walker
þótti þessi maður vera einn af sínum beztu viðskipta-
mönnum. Var maður þessi íslenzkur og hét Bárður Jóns-
son. Kölluðu enskumælandi menn hann Bard Johnson.
Bárður var einkennilegur maður. Hann var fáskiftinn