Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Blaðsíða 92
Helztu viðburðir
meðal íslendinga í Vesturheimi.
-1950-
Júní—Útskrifaðist Marjory Sæmundsson (dóttir séra
Kolbeins Sæmundssonar í Seattle, Wash.) með ágætis-
einkunn af ríkisháskólanum i Washington, og hlaut
menntastígið “Bachelor of Science” í hjúkrunarfræði; í
viðurkenningarskyni fyrir frábæran dugnað í námi var
hún kosin félagi í Phi Beta Kappa félaginu.
7. nov.—1 hinum almennu kosningum í Bandaríkjun-
um var Sidney P. Gíslason kosinn gagnsóknarlaust hér-
aðsdómari í níundu þinghá í Minnesota til sex ára. (Um
ætt hans, sjá frásögn um útnefningu hans í Alm. O.S.Th.,
1950, bls. 93.)
Des.—1 þeim mánuði heimsóttu dr. Sigurgeir Sigurðs-
son, biskup Islands og frú hans, Islendinga á ýmsum
stöðum vestan hafs, meðal annars í Chicago, Minneap-
olis, Grand Forks, N. Dak., og Winnipeg. Þar í borg pré-
dikaði biskup í báðum íslenzku kirkjunum, og flutti ein-
nig ræður á öðrum samkomum. Voru þau hjón löndum
sínum hvartvetna vestan hafs miklir aufiísugestir.
-1951-
Jan.—Um þau áramót var J. Ragnar Johnson, lögfræð-
ingur og ræðismaður Islands í Toronto, Ont., sæmdur
K.C. nafnbót af dómsmálaráðuneyti Ontario-fylkis; hann
er sonur Finns Johnson, fvrrum bóksala og ritstjóra í
Á