Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Síða 93
ALMANAK 93
Winnipeg, og Guðrúnar konu hans, sem látin er fyrir
fáum árum.
Jan.—Um þær mundir var William Benidickson (sonur
Kristjáns Benidickson forstjóra í Winnipeg), sambands-
þingmaður fyrir Bainy River kjördæmið í Ontario, skip-
aður þingfulltrúi samgöngumálaráðherrans í Canada.
Febr.—Um það leyti tókst dr. Haraldur Sigmar, fvrrv.
forseti Lúterska kirkjufélagsins, á hendur prestsþjónustu
í Blaine, Wash.
Febr.—Paul Bardal, einn af fylkisþingmönnum Win-
nipegborgar, kjörinn formaður fjárlaganefndar fvlkis-
þingsins í Manitoba.
Febr.—W. J. Lindal héraðsdómari skipaður í lands-
nefndina “National Advisorv Council on Manpower”, er
heldur fundi sína í Ottawa.
26.-28. febr.—Þrítugasta og annað ársþing Þjóðrækn-
isfélags Islendinga í Vesturheimi haldið í Winnipeg við
góða aðsókn. Aðalræðumaður á árshátíð þjóðræknisdeild-
arinnar “Frón” var Valdimar Björnson, ríkisféhirðir í
Minnesota, en á árssamkomu Icelandic Canadian Club,
Dr. Steinn W. Steinson frá Saskatoon sonur Torfa og
Pálínu Steinson í Argyle, Man.). Séra Phillip M. Péturs-
son var endurkosinn forseti félagsins, og stuttu síðar end-
urkaus stjórnarnefnd félagsins Gísla Jónsson fyrrv. prent-
smiðjustjóra sem ritstjóra “Tímarits” þess.
28- febr.—Dr. A. H. S. Gillson, forseti Manitobahá-
skóla, Ólafur Pétursson fésýslumaður og Arinbjörn S.
Bardal útfararstjóri, allir í Winnipeg, kosnir heiðursfél-
agar Þjóðræknisfélagsins.
3. marz—Átti séra Valdimar J. Eylands, prestur Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg, fimmtugsafmæli; hefir
hann komið mikið við sögu vestur-íslenzkra félagsmála;
er meðal annars fyrrv. forseti Þjóðræknisfélagsins og
varaforseti Lúterska kirkjufélagsins.
30. marz—Á afar fjölmennri hátíð í Playhouse Theatre