Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 94
94 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
í Winnipeg gerði Dr. A. H. S. Gillson, forseti Manitoba-
háskólans þá sögulegu yfirlýsingu, að á næsta hausti yrði
stofnuð kennsludeild í íslenzkri tungu og bókmenntum
við háskólann; dr. P. H. T. Thorlakson, formaður fram-
kvæmdarnefndar í kennslustólsmálinu, flutti ávarp. Með
söng og hljómleik skemmtu á hátíð þessari þær frú María
Markan Östlund, óperusöngkona, og ungfrú Agnes Helga
Sigurðsson píanóleikari, báðar búsettar í New York.
Marz—Um það leyti var ungfrú Thora Sigurdson frá
Winnipeg skipuð einkaritari forsætisráðherrans í Man.
Marz—íslenzki vararæðismaðurinn í Norður-Dakota,
gerir kunnugt, að forseti Islands hafi sæmt séra Egil H.
Fafnis, sóknarprest að Mountain, N. Dak., og forseta
Lúterska kirkjufélagsins, riddarakrossi hinnar íslenzku
Fálkaorðu í viðurkenningar skyni fyrir forystu hans í
kirkjumálum og þátttöku í vestur-íslenzkum félagsmál-
um á öðrum sviðum.
Marz—Frú Björg V. Isfeld, Winnipeg, endurkosin
forseti hljómlistarkennara-sambandsins í Manitoba á árs-
fundi þess félagsskapar.
Apríl—Tilkynnt, að séra Einar Sturlaugsson á Patr-
eksfirði hafi sæmt Manitobaháskóla að gjöf geysimiklu
og fágætu safni íslenzkra blaða og tímarita; kom stórgjöf
þessi vestur um haf síðar á árinu.
Apríl—Frú Bertha Beck, Grand Forks, N. Dak., kosin
forseti Berklavarnafélagsins í N. Dakota (North Dakota
Anti-Tuberculosis Association) á ársþingi félagsins í Bis-
mark, N. Dak., en hún hafði áður verið varaforseti fél-
agsskaparins um hríð.
22. apríl—Átti Arinbjörn S. Bardal, útfararstjóri í
Winnipeg, 85 ára afmæli, en hann hefir látið sig miklu
skipta vestur-íslenzk félagsmál, og um annað fram verið
forystumaður í bindindismálum, um langt skeið Stór-
templar Stórstúku Góð-Templara í Manitoba.
Apríl—Vísindafélagið The Royal Society of Canada