Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 95
ALMANAK 95
sæmir dr. Thorberg Thorvaldson, fyrrv. prófessor við
fylkisháskólann í Saskatchewan, Henry Marshall Tory
heiðurspeningnum fyrir afrek hansásviði efnavísindanna.
30. apríl—Efndu íslenzku Góð-Templara stúlkurnar í
Winnipeg til virðulegrar og vel sóttrar hátíðar þar í
borg í tilefni af aldarafmæli Góð-Templarareglunnar.
Aðalræðumaður var dr. Richard Beck, fyrrv. æðsti
templar stúk. “Heklu” í Winnipeg, en Arinbjörn S. Bard-
al, stórtemplar, hafði samkomustjórn með höndum. Aðrir
ræðumenn vorn dr. Rúnólfur Marteinsson, fyrrv. Stór-
templar, Hreiðar Skaftfell, Jóhann Th. Beck og Guð-
mundur Bjarnason, allir embættismenn Stórstúkunnar í
Manitoba.
Maí—1 byrjun þess mánaðar lagði dr. Stefán Einars-
son, prófesor í norrænum fræðum, við Johns Hopkins
háskólann í Baltimore, af stað í för til ættjarðarinnar eftir
18 ára fjarveru. Dvaldi hann sumarlangt á Islandi, var
fulltrúi háskóla síns á fertugsafmæli Háskóla Islands og
flutti þar einnig fyrirlestur, og um haustið ennfremur
við háskóla í Svíþjóð og Finnlandi.
Maí—Þá um vorið tók séra Harald S. Sigmar við starfi
sínu sem sóknarprestur Gimliprestakalls.
11. maí—Luku eftirfarandi nemendur af íslenzkum
ættum námi á fylkisháskólanum í Saskatchewan:
Bachelor of Science in Agriculture:
Paul Baldur Gíslason, B.A., Wynyard.
Stephan Douglas Stephanson, Elfros.
Bachelor of Arts:
Kathryn Joan Olafson, North Battleford.
August Clare Bjarnason, Froude.
Herbert Earle Hornford, Elfros.
Bachelor of Education:
Jolm McRae Thorlacius, B.A., Kuroki.