Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 100
100 ÓLAFUll S. THORGEIRSSON:
um í Blaine og Seattle, Wash., og daginn eftir að Monn-
tain, N. Dak.
Júní—Dr. Thorbergur Thorvaldson, fyrrv. prófessor
við fylkisháskólann í Saskatchewan, sæmdur heiðurspen-
ingi “The Chemical Institute of Canada” fyrir árið 1951
í viðurkenningar skyni fyrir efnafræðisrannsóknir sínar.
21. -25. júní—Sextugasta og sjöunda ársþing Hins
evang. lúterska Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi
lialdið að Lundar, Man. Séra Egill H. Fafnis endurkos-
inn forseti.
22. -23. júní—Tóku þeir A. S. Bardal, útfararstjóri og
Stórtemplar í Manitoba, og Stefán Einarsson ritstjóri þátt
í aldarafmælis-hátíðahöldum Góðtemplarareglunnar í
Minneapolis sem erindrekar stúkna sinna í Winnipeg.
Af hálfu íslenzku Stórstúkunnar mætti við hátíðahöldin
Indriði Indriðason Stórfræðslustjóri.
Júní—Ólafur Ólafsson, bóndi í Old Wives, Sask.,
heiðraður á 39. ársfundi “Saskatchewan Stock Growers
Association” laust fyrir þau mánaðarlok. Hafði hann
verið forseti þess félagsskapar um margra ára skeið, og
var afhent skrautritað ávarp í þakkar skyni fyrir störf
sín. Hann fluttist af Islandi vestur um haf árið 1887,
varð nokkrum árum síðar bóndi í grennd við Moose Jaw,
Sask., og hefir síðan búið fyrirmyndarbúi á þeim slóðum.
Júní—Magnús Elíason, Vancouver, B.C., kosinn for-
seti félagsskaparins “The Canadian Federation for the
Blind” á ársþingi lians í Montreal.
29. júní—2. júlí—Tuttugasta og níunda ársþing Hins
Sameinaða Kirkjufélags Islendinga í Norður-Ameríku
haldið á Gimli, Man. Séra Phillip M. Pétursson cndur-
kosinn forseti. Samtímis var háð 25. ársþing Sambands
kvenfélaga kirkjufélagsins; Mrs. H. von Renesse, Árborg,
endurkosin forseti þess.
2. júlí—Fjölmenn hátíð í tilefni af 75 ára landnámi
Nýja-Islands haldin að Iðavelli við Hnausa, Man. Ræðu-