Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 101
ALMANAK 101
menn vorn Guttormur J. Guttormsson skáld, dr. A. H. S.
Gillson, forseti Manitobaháskóla, og Indriði Indriðason
rithöfundur frá Reykjavík. Upplestur ljóða og fjölbreytt-
ur söngur var einnig á skemmtiskránni. Gunnar Sæm-
undsson var forseti dagsins.
Júlí— Séra Eric H. Sigmar og frú hans kvödd með
virðulegu samsæti í Argyle, Man., en þau voru þá á för-
um til hins nýja prestakalls hans í Seattle, Wash.
Júlí-Á Jrví sumri hlaut Frederick A. Ólafson (sonur
séra Kristins K. Ólafson og Friðriku konu hans (látin
1942) doktorsnafnbót í heimspeki við Harvard háskóla í
Cambridge, Mass. Nefndist doktorsritgerð hans “Study
in the Physicalistic Theory of Mind”. Samtímis var hon-
um veittur til framhaldsnáms við Oxford háskóla af
hálfu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna eitt af hinum
svonefndu “Fulbright Scholarship”. Á hann sér að baki
frábærlega glæsilegan námsferil og hefir unnið margvís-
leg námsverðlaun, eins og fvrri hefir getið verið hér í
ritinu.
29. júlí—Fjölsóttur Islendingadagur haldinn við Frið-
arbogann í Blaine, Wash.
5. ágúst—Islendingahátíð haldin að Silver Lake,
Wash., að margmenni viðstöddu, og daginn eftir mjög
fjölmennur og tilkomumikill Islendingadagur að Gimli,
Manitoba.
Ágúst—Blaðafrétt skýrir frá því, að Richard Beck Jr.
(sonur þeirra dr. Richard og Berthu Beck í Grand Forks,
N. Dak.) hafi unnið fyrstu verðlaun í eldri deild þátttak-
enda frá Norður-Dakota í allsherjar samkeppni þeirri
um bíllíkön (Model Car Competition), sem félagið “Fish-
er Body Craftsman’s Guild” í Detroit, Michigan, efnir
til árlega meðal gagnfræðraskólanemenda víðsvegar í
Bandaríkjunum.
10. sept,—Efndi nngfrú Snjólaug Sigurdson píanó-
leikari til hljómleika í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg,