Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Qupperneq 102
102 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
fyrir atbeina The Icelandic Canadian Club, er þóttu
takast hið bezta.
11. sept.—Ungfrú Thora Ásgeirsson (dóttir þeirra Jóns
Ásgeirssonar og Oddnýjar konu hans í Winnipeg) kvödd
með fjölmennu og virðulegu samsæti í Sambandskirkj-
unni þar í borg, í tilefni af því, að hún var þá á förum
til Parísar til framhaldsnáms í hljómlist; en hún hefir
þegar unnið sér gott orð á því sviði og miðlað vestur-
íslenzkum félagssamtökum örlátlega af list sinni.
Sept.—1 þeim mánuði komu þeir dr. Páll Isólfsson,
organleikari og tónskáld í lleykjavík, og Þórarinn Bjönis-
son, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, í þriggja
mánaða kynnisdvöl til Bandaríkjanna í boði Bandaríkja-
stjórnar. Hélt dr. Páll organhljómleika á ýmsum stöðum,
við mikla hrifningu, svo sem í Chicago, Minneapolis, og
Winnipeg; en Þórarinn skólameistari heimsótti háskóla
og aðrar menntastofnanir \’íða um landið, og flutti ræð-
ur á samkomum, t.d. í Grand Forks, N. Dak., við ágætar
undirtektir.
Sept.—Sextíu og fimm ára afmælis vikublaðsins
“Heimskringlu” minnst með útgáfu sérstaks hátíðarblaðs.
Núverandi ritstjóri er Stefán Einarsson, er skipað hefir
þann sess áratugum saman.
Okt.—Tilkynnt, að ungfrú Lilja Eylands (dóttir þeirra
séra Valdimars J. Eylands og Lilju konu hans í Winni-
peg) hafi úr hópi nemenda í Daniel Mclntyre Collegiate
Institute þar í borg hlotið heiðurspening Landstjórans í
Canada fyrir skólaárið 1950-51, í viðurkenningar skyni
fyrir óvenjulegan dugnað í námi, forystu og þátttöku í
skólalífinu.
Okt.—Um þær mundir var dr. Harold Blöndal, sonur
þeirra Ágúst læknis (látinn fyrir nokkrum árum) og Guð-
rúnar Blöndal í Winnipeg, skipaður prófessor við lækna-
deild Manitobaháskóla; á hann sér að baki merkan
námsferil.