Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Page 104
104 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
24. okt.—Axel Vopnfjörd, sonur þeirra Jakobs (nýlega
látinn) og Dagbjartar Vopnfjörd í Blaine, Wash., kosinn
forseti Kennarafélagsins í Winnipeg á mjög fjölmennum
ársfundi þess félagsskapar.
24. okt.—Hlaut I. Gilbert Árnason, skólastjóri við
Mulvey gagnfræðaskólann í Winnipeg, doktorsstig í
heimspeki við Manitobaháskólann fyrir mikilvægar rann-
sóknir í dýrafræði. Hann er sonur Sveinbjarnar Árnason-
ar trésmiðameistara úr Borgarfirði syðra (látinn fyrir all-
mörgum árum) og konu hans Maríu Bjarnadóttur úr
Árnessýslu.
28. okt.—Afhenti G. L. Johannson, ræðismaður Islands
í Winnipeg og Sléttufylkjunum, Barney (Bjama) Egilson,
bæjarstjóra á Gimli, riddarakross hinnar íslenzku Fálka-
orðu, er forseti Islands hafði sæmt hann
30. okt.—Dr. Stefán Einarsson, prófessor í norrænum
fræðum við Johns Hopkins háskólann í Baltimore, Mary-
land, og dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamál-
um og bókmenntum við ríkisháskólann í N. Dakota,
kosnir heiðurfélagar í Hinu íslenzka Bókmenntafélagi á
ársfundi þess í Reykjavík.
9. nóv.—Lauk Thor Thorgrímsson meistaraprófi við
háskólann í Toronto með ágætri einkunn; hann er sonur
þeirra séra Adams Thorgrímsson (löngu látinn) og Sig-
rúnar konu hans, nú búsett í Winnipeg.
Nóv,—Riverton-þorp í Nýja-íslandi, lengi fyrrum
uefnt Icelandic River, löggilt og veitt bæjarréttindi. S.
V. Sigurðsson, kunnur athafnamaður á þeim slóðum,
kosinn fyrsti bæjarstjórinn, gagnsóknarlaust.
23. nóv,—Efndi The Icelandic Canadian Club til
heiðurs dr. Runólfi Marteinsson og kaus hann við það
tækifæri lífstíðarfélaga klúbbsins. Aðalræðuna til heið-
ursgestsins flutti Jón Laxdal fyrrv. skólastjóri.