Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 108
108 ÓLAFUR S. TIIORGEIRSSON:
12. Halldóra Bjarnadóttir Jakobsson, ekkja Bjarna Jokobssonar
landnámsmanns, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar,
Mr. og Mrs. M. O. Anderson, við Riverton, Man. Fædd 12.
júlí 1859 að Litlu-Skógum í Staflroltstungum í Mýrasýslu.
Foreldrar: Bjarni Guðmundsson og Þórlaug Árnadóttir. Koiu
vestur um haf 1887.
15. Guðbrandur Andrés Briem Kristjánsson, á berklahæli í Win-
nipeg, 70 ára að aldri.
15. Einar Benjamínsson, að heimili sínu í Hlíðarenda í Geysis-
byggð í Nýja-íslandi. Fæddur 23. okt. 1888 á Bjarkarlóni við
Islendingafljót. Foreldrar: Jósef Benjamínsson frá Jörfa 1
Víðidal og Ilerdís Einarsdóttir fró Kalmanstungu í Hálsasveit.
Fluttist barnungur í Geysis-byggð og bjó |iar síðan. Stóð
frnmarlega í félagsmálum, árum saman forseti Sambands-
safnaðarins í Árborg og hin síðustu ár einnig vara-forseti
Sameinaða kirkjufélagsins.
20. Ottó Sigurðsson, verzlunarmaður í Glenboro, Man. Fæddur
þar 17. jan. 1897. Foreldrar: Jón Sigurðsson frá Ilvalsá í
Hrútafirði og Sigríður Ilelgadóttir frá Kristnesi í Eyjafirði.
21. Sigríður Jónsdóttir Einarsson, kona Jóns Einarssonar, í Win-
nipegosis, Man. Fædd 20. október 1860 að Norður Nýjabæ
(í Þykkvabæ), Djúparhreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar:
Jón Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Kom til Canada 1893,
og hafði um langt skeið átt heirna í Winnipegosis.
22. Ingólfur Árnason, á Victoríu-sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd-
ur á Hömrum í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 1863. Foreldrar:
Markús Ivarsson og Ingibjörg Sigurðardóttir, móðursystir
séra Hjartar Leó. Fluttist til Vesturheims 1893 og var ára-
tugum saman bóndi í Glenboro- og Cypress River héruðun-
um, en síðasta áratuginn búsettur í Winnipeg.
26. Bjarni Skaftfell, múrari, í Regina, Sask. Fæddur 1878 að
Hátúnum í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar:
Hreiðar Bjarnason og Júlíana Magnúsdóttir. Fluttist
vestur um haf til Canada 1902. Framan af árum vestra
búsettur í Winnipeg, en síðari árin í Saskatchewan. Sýndi í
arfleiðsluskrá sinni mikla ræktarsemi við íslenzk menningar-
og félagsmál vestan hafs.
27. Pálína Sigríður Eiríksson, ekkja Stefáns Eiríkssonar, frá Nýja-
bæ við Gimli, að heimili sonar sins þar í bæ. Fædd að Þverá
í Skagafirði 20. okt. 1861. Foreldrar: Stefán Jónasson og
Guðbjörg Tómasdóttir. Fluttist vestur um haf til Gimli 1888.
30. Friðrikka María Jóhannsdóttir Ámasonar, ekkja Þorkels B.
Johnson, að heimili sínu á Gimli, Man.
30. Jöhann Ingimundsson, rafvirki í Winnipeg, á Grace sjúkra-
húsinu þar í borg, 43 ára.
30. Sæunn Stefánsson, ekkja Jóns Stefánssonar (fyrrum í Steep
Rock, Man.), á heimili tengdasonar síns og dóttur, Mr. og