Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 109
ALMANAK 109
Mrs. S. Oddson, í Vancouver, B.C. Fædd á Árnastöðum í
Skagafirði 1. júní 1862, Jónsdóttir Ásmundssonar. Fluttist
vestur um haf með manni sínum til Nýja-lslands 1883.
31. Halldór L. Guðmundsson, i St. Paul, Minn. Norðlendingur
að ætt, kom til Vesturheims 1887.
1 jan. Kristjón Hygaard, í St. Peters,? Man. Foreldrar: Thorstein
Larsen Hygaard og Ingigerður Ófeigsdóttir. Ættaður frá
Bakka í Norður-Múlasýslu, en fæddur í N. Dakota og upp-
alinn í Selkirk, Man.
FEBRÚAR 1951
7. Guðríður Thordarson, kona Sigurðar Þórðarsonar frá Gróttu
á Seltjarnarnesi, að heimili sínu á Gimli, Man. Fædd að Upp-
sölum í Norðurárdal í Mýrasýslu 16. marz 1870. Foreldrar:
Þorvaldur Þorkelsson og Jórunn Erlendsóttir. Fluttist vestur
um haf með manni sínum til Gimli 1912.
12. Lýður Johnson, fyrrum bóndi að Lundi í Hnausabyggð, á
elliheimilinu “Betel” að Gimli, Man. Fæddur í Hrafnadal í
Strandasýslu 15. marz 1866. Foreldrar: Jón Lýðsson og Sigr-
íður Bjarnadóttir. Fluttist vestur um haf um aldamótin.
13. Öldungurinn og landnámsmaðurinn Páll Jónsson á Kjarna í
Geysis-byggð í Nýja-lslandi, að heimili Þorgríms sonar síns
við Árborg, Man. Fæddur að Álfgeirsvöllum í Skagafjarðar-
sýslu 20. ágúst 1848. Foreldrar: Jón Pálsson og Margrét
llalldórsdóttir. Fluttist til Vesturheims 1883. (Sjá grein um
hann , Alm. Ó.S.Th. 1949.)
18. Halldor Halldórsson fasteignasali, í Vietoria, B.C. Fæddur í
Önundarfirði 27. jan. 1875. Fluttist ungur til Danmerkur og
þaðan til Ástralíu; kom til Manitoba 1908 og stundaði síðan
árum saman fasteignasölu og húsabyggingar í Winnipeg.
Athafnamaður mikill.
22. Áslaug Ólafsson, ekkja Guðlaugs Ólafssonar smiðs, á Almenna
sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C. Fædd i Hvammi í Langadal
í Húnavatnssýslu. Fluttist til Vesturheims 1886, og bjuggu
þau Guðlaugur lengst af í Winnipeg.
MARZ 1951
1. Sigfús B. Bendictsson, að heimili sínu í Langruth, Man.
Fæddur 28. apríl 1865 að Heiðarseli í Norður-Múlasýslu.
Fluttist vestur um haf 1888, og átti um langt skeið heima í
Winnipeg. Lét sig mikið skipta félagsmál, og var kunnur
fyrir skáldskap og blaðaútgáfu.
8. Gróa Sveinsdóttir Pálmason, kona Sveins Pálmasonar bygg-
ingameistara (um langt skeið búsett í Winnipeg), á sjúkra-
húsinu á Gimli, Man. Fædd að Kletti í Reykholtsdal í Borg-
arfirði vestra 3. apríl 1882. Foreldrar: Sveinn Ámason og
Þorgerður Jónsdóttir. Fluttist vestur um haf til Winnipeg
1899. Meðal barna þeirra Sveins eru ]rau Pálmi hljómfræð-