Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1952, Side 117
ALMANAK
117
og kona hans, lengi búsett í Winnipeg.
15. Helga Jónasson, ekkja Trygg\'a Jónassonar (d. á Gimli 1947),
á sjúkrahúsi í Vancouver, B.C., 69 ára að aldri.
21. Sigurður Freeman, að lieimili sínu í Charleswood, Man., 79
ára gamall. Talinn fæddur á Sigurðarstöðum á Melrakka-
sléttu. Foreldrar: Sigurður Ólafsson og Guðrún Magnúsdóttir.
Kom vestur um haf barn að aldri og dvaldi lengst ævinnar
í Winnipeg.
25. Anna Sigurðsson, kona Jóns Sigurðssonar frá Selkirk, að
heimili dóttur sinnar í Winnipeg, 89 ára að aldri.
25. Öldungurinn Ásgeir Guðjónsson, að heimili Boga Péturssonar
dóttursonar síns í Wynyard, Sask., nálega 98 ára gamall. For-
eldrar: Ásgeir Guðjónsson og Sigurveig Jónsdóttir á Grana-
stöðurn í Þingeyjarsýslu. Kom vestur um haf til Garðar, N.
Dakota, 1881, en hafði verið búsettur í Wynyard-liyggð
síðan 1905.
29. Björg Johnson, að Hnausa, Man., 93 ára að aldri.
Snemma í sept. Jónas Tryggvi (Jónasson), í Bellingham, Wash.
Fæddur 10. júlí 1863 að Grímsstöðum við Mývatn. Foreldrar:
Jónas Hallgrímsson Brasilíufari og kona hans Sigríður Jóns-
dóttir. Fluttist vestur um haf til Canada um 1887 og hafði
lengstum átt heima á Kyrrahafsströndinni, síðari árin í Blaine
og Bellingham. Albróðir Hennanns skólastjóra og rithöfundar.
OKTÓBER 1951
1. Oddbjörn Magnússon, að heimili dóttur sinnar í Winnipeg,
Man. Fæddur að Síðu i Refasveit í Húnavatnssýslu 19. febr.
1861. Foreldrar: Magnús Jónsson og Gróa Jónsdóttir. Fluttist
\estur um liaf með konu sinni, Guðbjörgu Jónsdóttur frá
Tindum (d. 1916), 1888, og var ávalt síðan búsettur í Wpg.
7. María Borgfjörð, ekkja Magnúsar Borgfjörð, að Gimli, Man.
Fædd á Seyðisfirði 17. maí 1868. Foreldrar: Hans Friðrik
Ágúst Thomsen, verzlunarmaður, og Guðrún ólafsdóttir, og
kom liún með þeim vestur um haf 1890. Þau Borgfjörð-hjón
námu 1905 land í grennd við Elfros, Sask., og voru með
fyrstu landnemum þeirrar byggðar, en voru búsett á Gimli
hin síðari ár. Tók mikinn þátt í félagsmálum.
1 ■ Jónína Jónsson, kona Gísla Jónssonar, að heimili sínu í Os-
land, B.C., 78 ára að aldri. Ilöfðu ]rau hjón búið í Osland-
byggðinni síðan 1918.
8- Járngerður Eiríksdóttir Sigurðsson, að heimili dóttur sinnar,
Helgu Isfjörð, í Vancouver, B.C., nálega 79 ára gömul.
H). Kristjana Guðlaug Christianson, kona Guðmundar A. Christ-
ianson, úr Eyford-byggðinni í N. Dakota, á Almenna sjúkra-
húsinu í Winnipeg. Fædd í Mountain-byggðinni í N. Dakota
29. júní 1890. Foreldrar: Jónas K. Jónasson og Anna Jóhann-
esdóttir, bæði látin.