Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 20

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Side 20
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: landi hér; höfðu þær sögur hennar einnig að verðugu afl- að henni víðtækra vinsælda beggja megin hafsins. Guðrún skáldkona var austfirzk að ætt, fædd að Geir- ólfsstöðum í Skriðdal þ. 6. febrúar 1884. Foreldrar hennar voru Finnur F. Björnsson og Bergþóra Helgadóttir, er bjuggu á nefndum bæ, valinkunn merkishjón. Árið 1902 giftist Guðrún eftirlifandi manni sínum, Gísla Jónssyni, skáldi og ritstjóra, frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, og fluttust þau vestur um haf til Winnipeg árið 1904 og höfðu jafnan síðan verið búsett þar í borg. Þau eignuðust fimm börn; ein dóttir, Unnur að nafni, hið mesta efnisbarn, dó í æsku, en hin, sem upp komust, eru Helgi, dr. phil. og prófessor í jarðfræði við Rutgers University, í New Brunswick í New Jersey-ríki, ágætru: vísindamaður; Mrs. Bergþóra Robson í Montreal, Mrs. Gyða Hurst og Mrs. Ragna St. John, báðar í Winnipeg. Öll eru börn þessi hin mannvænlegustu og prýðilega gefin, eins og þau eiga kyn til, og menntuð vel, því að foreldrar þeirra styrktu þau til háskólanáms; er þar, sem í mörgu öðru, auðsær menningarlegur áhugi þeirra Gísla og Guðrúnar og ást þeirra á öllum fögrum menntum, en eigi mun altaf hafa verið af miklu að taka fjárhagslega. Guðrún H. Finnsdóttir var athafnasöm húsfreyja og jafnframt frábærlega ástrík og umhyggjusöm eiginkona og móðir, og var það í fullu samræmi við heilsteypta og hreina skapgerð hennar. Yfir heimilislífi þeirra hjóna hvíldi einnig hið fegursta samræmi; þau voru bæði óvenju- lega listhneigð og listræn, hann söngmaður ágætur og ljóðskáld, en hún prýðilegt söguskáld, sem enn mun frek- ar lýst verða. Þau áttu einnig annað sameiginlegt, hug- sjónir og hugðarefni; unnu fegurð, frelsi og framsókn, að ógleymdri hinni djúpstæðu rækt þeirra við íslenzkar menningarerfðir, tungu vora, sögu og bókmenntir. Inn í andrúmsloft það, sem ríkti á heimili þeirra, var því hress- andi og göfgandi að koma; þegar svo þar við bættist hlý

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.