Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 20

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Blaðsíða 20
22 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: landi hér; höfðu þær sögur hennar einnig að verðugu afl- að henni víðtækra vinsælda beggja megin hafsins. Guðrún skáldkona var austfirzk að ætt, fædd að Geir- ólfsstöðum í Skriðdal þ. 6. febrúar 1884. Foreldrar hennar voru Finnur F. Björnsson og Bergþóra Helgadóttir, er bjuggu á nefndum bæ, valinkunn merkishjón. Árið 1902 giftist Guðrún eftirlifandi manni sínum, Gísla Jónssyni, skáldi og ritstjóra, frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði, og fluttust þau vestur um haf til Winnipeg árið 1904 og höfðu jafnan síðan verið búsett þar í borg. Þau eignuðust fimm börn; ein dóttir, Unnur að nafni, hið mesta efnisbarn, dó í æsku, en hin, sem upp komust, eru Helgi, dr. phil. og prófessor í jarðfræði við Rutgers University, í New Brunswick í New Jersey-ríki, ágætru: vísindamaður; Mrs. Bergþóra Robson í Montreal, Mrs. Gyða Hurst og Mrs. Ragna St. John, báðar í Winnipeg. Öll eru börn þessi hin mannvænlegustu og prýðilega gefin, eins og þau eiga kyn til, og menntuð vel, því að foreldrar þeirra styrktu þau til háskólanáms; er þar, sem í mörgu öðru, auðsær menningarlegur áhugi þeirra Gísla og Guðrúnar og ást þeirra á öllum fögrum menntum, en eigi mun altaf hafa verið af miklu að taka fjárhagslega. Guðrún H. Finnsdóttir var athafnasöm húsfreyja og jafnframt frábærlega ástrík og umhyggjusöm eiginkona og móðir, og var það í fullu samræmi við heilsteypta og hreina skapgerð hennar. Yfir heimilislífi þeirra hjóna hvíldi einnig hið fegursta samræmi; þau voru bæði óvenju- lega listhneigð og listræn, hann söngmaður ágætur og ljóðskáld, en hún prýðilegt söguskáld, sem enn mun frek- ar lýst verða. Þau áttu einnig annað sameiginlegt, hug- sjónir og hugðarefni; unnu fegurð, frelsi og framsókn, að ógleymdri hinni djúpstæðu rækt þeirra við íslenzkar menningarerfðir, tungu vora, sögu og bókmenntir. Inn í andrúmsloft það, sem ríkti á heimili þeirra, var því hress- andi og göfgandi að koma; þegar svo þar við bættist hlý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.