Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 25

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Page 25
ALMANAK 27 sjó og sjö á landi”. Þá er því glögglega lýst og af mikilli nærfærni í sögunni “Landskuld”, hvemig Islendingar vestan hafs snerust við þátttöku í heimsstyrjöldinni fyrri; annarsvegar var þegnleg skylda við hið nýja land, hins- vegar hatrið á styrjöldum og blóðsúthellingum. Þessi djúpstæði árekstur ræður örlögum persónanna í nefndri sögu. Sögur Guðrúnar varpa því xnn margt björtu ljósi á lífskjör og lífshorf Islendinga í Vestmrheimi; em þær þess- vegna, þegar frásagnarlist þeirra er tekin með í reikning- inn, merkilegur skerfur bæði til íslenzkra bókmennta og sögu Vestur-lslendinga, því að þær flytja heimaþjóðinni aukna þekkingu og sannari skilning á löndum þeirra vest- an hafs. En að baki frásagnarinnar slær jafnan hið heita og samúðarríka hjarta skáldkonunnar, sem unni sálargöfgi og manndómi um annað fram. Málið á sögum Guðrúnar er hreint og blæfallegt. Margt segir hún spaklega, því að hún var kona vitur, og í frásögninni bregður víða fyrir snjöllum og skáldlegum samlíkingum. Náttúrulýsingamar, eigi síður en persónu- lýsingarnar, eru margar hverjar prýðilegar, fagrar og sannar; bera þær vitni ríkri athugunargáfu skáldkonunnar og markvissu orðavali hennar. Með þessu merkilega smásagnasafni sínu vann Guðrún H. Finnsdóttir sér því heiðurssess á bekk þeirra skálda vorra, sem slíkar sögur hafa samið. Og hún varð fastari í þeim sessi með hinum mörgu sögum sínum, er út komu á þeim árum, sem liðin eru síðan rnnrætt safn hennar var prentað, og bera sömu einkenni sálskyggni hennar og frá- sagnarlistar. Hið sama má segja um efnismeðferð og mál- færi þeirra erinda og fyrirlestra, sem hún flutti á ýmsum samkomum, ritgerðir hennar og ritdóma. Er því ágætt til þess að vita, að nú er nýútkomið í Winnipeg safn þeirra smásagna hennar, sem hún hafði ritað síðan Hillingalönd komu út; heitir það Dagshríðar spor, og hefir Gísli maður

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.