Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1947, Síða 36
Landnamshjónin GUÐMUNDUR (George)
og GUÐBJÖRG FREEMAN.
Eftir Richard Beck
“Hver einn bær á sína sögu”, segir séra Matthías Joch-
umsson í hinu svipmikla kvæði sínu um Skagafjörð. Og
þau sannmæli skáldsins eiga eigi aðeins við um íslenzka
sveitabæi heima á ættjörðinni, heldur má hið sama segja
um íslenzku landnemabýlin vestanhafs,víðsvegaríbyggð-
um Islendinga þeim megin hafsins. Þau eiga sína merkis-
sögu, sögu gleði og sorga, sögu sigra og ósigra, því að
þeim þáttum báðum er líf manna slungið, hvar sem því
er lifað á hveli jarðar, ekki síst á vettvangi harðsóttrar
brautryðjendabaráttunnar. Og sérstaklega eiga þau frum-
herjabýlin sér merkilega sögu, sem verið hafa áratugmn
saman miðstöð verklegra framfara og hollra menningar-
legra áhrifa innan sveitar sinnar.
Allir, sem nokkuð að ráði þekkja til, munu fúslega
játa, að þannig hafi því verið farið um heimili þeirra
Guðmundar (George) og Guðbjargar Freeman, að Up-
ham, í Mouse River-byggðinni íslenzku í Norður-Dakota.
Og þar sem það eru nú einu sinni þeir, er á bænum búa,
sitja staðinn, sem um annað fram skapa sögu hans, þá
verður saga höfuðbólsins íslenzka í Mouse River-byggð-
inni því aðeins bezt sögð og réttast, að sögð sé saga þeirra
ágætu landnámshjóna, sem þar hafa, bókstaflega talað,
“gert garðinn frægan” í meir en aldarhelming; en þó